Innlent

Fjórðungsaukning á verðmæti

Verðmæti þorskaflans nam 19,8 milljörðum fyrstu fjóra mánuði ársins og jókst um 15,8 prósent frá fyrra ári.
fréttablaðið/stefán
Verðmæti þorskaflans nam 19,8 milljörðum fyrstu fjóra mánuði ársins og jókst um 15,8 prósent frá fyrra ári. fréttablaðið/stefán
Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa jókst um fjórðung fyrstu fjóra mánuði ársins, samanborið við sama tíma í fyrra. Verðmætið nam 58,5 milljörðum króna í ár, en 46,6 í fyrra. Það er aukning um 11,9 milljarða, eða 25,5 prósent, á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Mest er aukningin í uppsjávarafla, eða 48,2 prósent, en verðmæti aflans nam 16,2 milljörðum á tímabilinu. Verðmæti botnfiskafla nam 19,3 prósentum, skel- og krabbadýraafla um 39,6 prósentum og flatfiskafla um 11,9 prósentum. Af einstökum tegundum skilar þorskurinn mestu verðmæti, eða tæpum 20 milljörðum.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×