Innlent

Teknir með kannabis og vopn

Þegar lögreglumenn ætluðu að hafa tal af ökumanni bíls í Breiðholti, við venjubundið eftirlit upp úr miðnætti, gaus kannabislykt á móti þeim.

Reyndist ökumaður undir áhrifum fíkniefna og verður kærður fyrir vikið. Fíkniefni fundust á öðrum farþeganna og verður hann kærður fyrir vörslu þess, og hinn farþeginn verður kærður fyrir vopnaburð, eftir að einhverskonar lagvopn fannst á honum.

Það fundust líka fíkniefni á einum fjögurra manna, sem voru í bíl sem hlekktist á við Gullinbrú seint í gærkvöldi. Mennirnir, sem allir eru grunaðir um fíkniefnaneyslu, voru handteknir, þar sem engin þeirra vildi kannast við að hafa ekið bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×