Erlent

Nöfn fórnarlamba birt

Lögreglunni í Denver í Colorado hefur tekist að aftengja allar þrjár sprengjur á heimili James Holmes sem grunaður er um að hafa drepið 12 manns í skotárás í kvikmyndahúsi á forsýningu nýjustu Batman myndarinnar á föstudag.

Sprengjuvélmenni voru upphaflega notuð til að fara inn á heimili hans þar sem búið var að koma fyrir sprengjugildrum en sprengjusérfræðingar fylgdu síðan á eftir.

Búið er að tilkynna um nöfn allra þeirra sem létu lífið og eru það flest ungt fólk, yngsta fórnarlambið var sex ára stúlka.

Barack Obama bandaríkjaforseti mun heimsækja ættingja hinna látnu í dag og ræða við lögregluna í Denver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×