Innlent

Allir komust til og frá Eyjum með Herjólfi í gærkvöldi

MYND/Arnþór
Allir farþegar, sem áttu pantað far með Herjólfi til og frá Eyjum í gær, komust leiðar sinnar í tveimur ferðum skipsins í gærkvöldi til Landeyjahafnar.

Tvær ferðir um miðjan daginn voru felldar niður vegna mikillar ölduhæðar við Landeyjahöfn, en svo fór að lægja undir kvöld.

Um tíma var flugvöllurinn líka lokaður venjulegum flugvélum, og var þyrla Landhelgisgæslunnar þá send til Eyja að sækja 12 ára dreng, sem þurfti að komast á sjúkrahús




Fleiri fréttir

Sjá meira


×