Innlent

Bensínþjófur þarf að greiða bensínið til baka

Karlmaður var í dag dæmdur til að greiða Skeljungi skaðabætur en hann stal þaðan bensíni fyrir tæplega 20 þúsund krónur árið 2011. Hann var einnig ákærður fyrir að stela bensíni frá N1 í Ártúnshöfða en þar sem fulltrúi frá N1 mætti ekki við þingfestingu málsins þurfti hann ekki að greiða þeim skaðabætur. Maðurinn er fæddur árið 1976 en hann rauf skilorð með brotunum. Honum verður þó ekki gerð sérstök refsing - en hann þarf þó að borga bensínið til baka, eins og áður sagði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×