Fleiri fréttir

Vagg og velta á torfæru í Jósepsdal

Torfærukeppni var haldin í Jósepsdal í dag. Keppnissvæðið var vinsælt upp úr 1990 en hefur ekki verið notað síðastliðin sex ár.

Kaupþing stefnir Vestmannaeyjabæ

Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt Vestmannaeyjabæ og krefur hann um rúmlega milljarð króna. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir málið risavaxið fyrir lítið bæjarfélag en eyjamenn geri sjóklárt og undirbúi sig undir dómstólaleið

Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld. Vinningstölurnar voru 1, 7, 10, 14, 38 og bónustalan var 40.

Eldur í ruslatunnu

Lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út fyrr í dag vegna bruna í Kópavogi. Talið er að kviknað hafi í ruslatunnu og að eldurinn hafi síðan læst sig í nálægu húsi.

Pussy Riot í sex mánaða varðhald

Dómstóll í Moskvu hefur ákveðið að þrjár konur úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot skuli sæta gæsluvarðhaldi í sex mánuði. Konurnar eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar óspektir.

Interpol varar við fölsuðum miðum

Interpol í Lundúnum varar við vefsíðum sem bjóða kaup á fölsuðum miðum á Ólympíuleikana 2012 og Ólympíuleika fatlaðra 2012. Þá er félagið Euroteam í rannsókn hjá lögreglunni og er fólki ráðlagt að versla alls ekki miða á atburði leikanna af þessu félagi.

Sprengjusérfræðingar ríða á vaðið

Talið er að sprengjusérfræðingar í Aurora í Colorado verði að störfum langt fram eftir degi en þeir reyna nú að aftengja sprengjur sem fjöldamorðinginn James Holmes skildi eftir sig.

"Maður gengur út frá því að fólk sé heiðarlegt"

Fangelsismálastofnun rannsakar nú hvernig fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju tókst að draga að sér fé og ýmis verðmæti sem tilheyrðu fangelsinu, samtals að andvirði 1.6 milljóna króna. Hann var dæmdur fyrir brotið í Héraðsdómi Vesturlands í gær

Á batavegi eftir bílveltu

Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir bílveltu á Nesjavallavegi í gærkvöld er á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir að maðurinn, sem er á miðjum aldri, verði útskrifaður af gjörgæslu síðar í dag.

Skátar með annað augað á veðurspánni

Fólk er nú farið að týnast að Úlfljótsvatni þar sem Landsmót skáta fer fram. Um 500 manns eru á svæðinu núna en gert er ráð fyrir að um 5.000 manns muni sækja mótið í ár.

Reyna á ný að fara inn á heimili ódæðismannsins

Lögreglan í Aurora í Colorado mun reyna á ný að fara inn á heimili mannsins sem myrti kvikmyndahúsagesti í bænum í gær. Ljóst er að maðurinn, James Holmes, hafði komið fyrir fjölda sprengjugildra í húsinu. Lögreglustjórinn í Aurora segir að gríðarlegt magn sprengiefna sé í íbúðinni.

Geita-maður í felum

Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum óttast um öryggis manns sem talin er halda til í fjöllunum í norðurhluta ríkisins. Göngufólk tók eftir manninum fyrr í vikunni en þá var hann klæddur í geita-búning og virtist vera að reyna að ganga í raðir fjallageita á svæðinu.

Boðað til mótmælafundar vegna ástandsins í Sýrlandi

"Sýnum almenningi í Sýrlandi samstöðu, krefjum alþjóðasamfélagið til aðgerða til að stöðva morð á börnum, konum og körlum.“ Þetta segir einn stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóri Hinsegin daga sem boðað hefur til samstöðu og mótmælafundar á Austurvelli á miðvikudaginn.

Nubo: "Íslendingar veikgeðja og sjúkir"

Kínverski athafnarmaðurinn Huang Nubo fór ófögrum orðum um Íslendinga þegar hann ávarpaði stjórnendur og nemendur CEIBS viðskiptaskólans í Sjanghæ á dögunum. Þar sagði fjárfestirinn að Íslendingar væru veikgeðja og sjúkir.

Vottar íbúum Aurora samúð sína

Christopher Nolan, leikstjóri nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, hefur vottað aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Aurora samúð sína.

Skýjakerfi lægðarinnar nálgast

Veðurstofa Íslands varar við því að treysta staðarspám um vindstyrk um helgina. Búist er við stormi á Suðurlandi, við Faxafóa og á hálendinu seint í dag. Þá hefur Vegagerðin varað við miklu hvassviðri suðvestanlands upp úr hádegi í dag.

Sjálfsmorðsárás í Pakistan

Að minnsta kosti 9 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðvestur Pakistan í dag, þarf af þrjú börn. Atvikið átti sér stað við bækistöð Mullah Nabi, yfirmanns í pakistanska hernum, en hann hefur stjórnað aðgerðum við að stemma stigum við ágangi Talibana í

Fimm hundruð látnir á tveimur sólarhringum

Hátt í fimm hundruð manns hafa látist í átökunum í Sýrlandi síðustu tvo sólarhringa. Stjórnarherinn í landinu hefur í nótt gert árás á vígi uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus en uppreisnarmenn náðu í gær völdum á landamærastöðvum við Írak og Tyrkland.

Tælenskir konungsdansar í Salnum

Taílensk-íslenskafélagið stendur fyrir danssýningu í Salnum í Kópavogi í dag. Þar koma 18 dans- og tónlistarnemar fram og sýna Khon-dansa.

Varað við hvassviðri

Vegagerðin varar við miklu hvassviðrið suðvestanlands upp úr úr hádegi í dag. Spáð er meðalvindi að 18-23 m/s sunnan- og suðvestanlands sem og á hálendinu vestanverðu.

Auðvelt að laumast inn í flugvélina

Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina.

Pottur gleymdist á eldavél

Reyk lagði frá íbúð í fjölbýlishúsi í Dunhaga í Reykjavík um áttaleytið í morgun. Slökkviliðið kom skjótt á staðinn eftir að hafa fengið tilkynningu frá nágrönnum en reykurinn steig upp úr potti sem hafði gleymst á eldavél.

Fórnarlamba minnst

Fórnarlamba skotárásarinnar í Aurora í Colorado var minnst í nótt. Um 200 manns söfnuðust saman fyrir utan kvikmyndahúsið.

Lífshættulega slasaður

Karlmaður á miðjum aldri liggur nú alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu á Nesjavallavegi í gærkvöld.

Réðst á 15 ára pilt

Fjórar líkamsárásir áttu sér stað í Reykjavík í nótt. Karlmaður veittist að 15 ára dreng á Grundarstíg stuttu eftir miðnætti. Drengurinn hafði verið að krota á stöðumæla þegar stór og þrekinn maður réðst á hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mörg vitni að þessu. Árásarmaðurinn flúði síðan af vettvangi á gylltum fólksbíl.

Three and a Half Years Have Been Wasted

The UK Serious Fraud Office's probe into Vincent Tchenguiz's connections with Kaupthing Bank was called off this past June. In an extensive interview with Þórður Snær Júlíusson, he discusses the case, his dealings with Icelandic banks and his opinion of Kaupthing's winding-up and resolution committees.

Segir Kaupþing hafa hótað sér

Skilanefnd Kaupþings lét Vincent Tchenguiz vita af því að það væru „aðrar leiðir“ til að ná til hans en að fara á eftir eignum hans. Vegna þessara skilaboða kom Tchenguiz það ekki á óvart þegar hann var handtekinn í mars 2011 af bresku efnahagsbrotalögreglunni, Serious Fraud Office (SFO), vegna viðskipta félaga sem hann stýrir við Kaupþing. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Tchenguiz í Fréttablaðinu í dag.

Búið að sóa þremur og hálfu ári

Vincent Tchenguiz er nafn sem Íslendingar eru farnir að þekkja vel. Fæstir gera sér hins vegar grein fyrir af hverju það er. Ekki má rugla Vincent saman við Robert, bróður hans, sem var stærsti einstaki skuldari Kaupþings-samstæðunnar þegar bankinn féll og umsvifamikill fjárfestir í íslensku viðskiptalífi. Félög sem Vincent stýrir voru líka viðskiptavinir Kaupþings en einu viðskipti þeirra við móðurbankann, og í raun umsvif á Íslandi, voru 100 milljóna punda lán sem hann fékk í mars 2008. Sú lánveiting hefur dregið gríðarlegan dilk á eftir sér fyrir Vincent Tchenguiz.

Fangelsisstjórinn dæmdur í fangelsi

Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóri á Kvíabryggju, var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér fé og ýmis verðmæti sem tilheyrðu fangelsinu, samtals að andvirði ríflega 1,6 milljóna króna. Fimm mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir.

Fjalla um jarðir í erlendri eigu

Hafið hefur göngu sína tímaritið Iceland Review Street Edition sem gefið er út í samstarfi Jóns Kaldals, fyrrum ritstjóra Iceland Review, og útgáfufélagsins Heims. Upplag blaðsins, sem kemur út aðra hvora viku er um 25 þúsund eintök og er áhersla lögð á að kynna vaxandi fjölda ferðamanna land og þjóð.

Leikskólagutti brattur eftir Laugavegsgöngu

„Mér fannst gaman að sofa í tjaldinu, fara í fjallgöngu og horfa á Álftavatn sem mér finnst mjög fallegt,“ segir Orfeus Þór Da Silva Stefánsson sem gekk fyrr í vikunni 55 kílómetra milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Ná ekki saman um leiguna

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist undrast orð Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Hann sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag að engin svör hefðu fengist frá ráðuneytinu varðandi málefni gamla héraðsskólans á Laugarvatni. Sögufrægt hús héraðsskólans er í eigu hins opinbera og stendur tómt en bæði Gullkistan og sveitarfélagið vonast eftir því að fá afnot af því.

Líður yfir starfsfólk vegna loftmengunar

Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem starfsmenn Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) hafa misst meðvitund við störf sín vegna brennisteinsvetnis við holur á Þeistareykjum. Vikublaðið Akureyri greinir frá þessu. Enginn hefur enn slasast eða hlotið varanlegt heilsutjón vegna þessa. Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna ÍSOR voru þeir beðnir um að tilkynna slys af þessu tagi til Vinnueftirlitsins.

Áfram barist í höfuðborginni

Bardagar héldu áfram í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að framlengja umboð friðargæslusveita um einn mánuð. Stjórnarherinn fagnaði ákaft eftir að hafa náð á vald sitt einu hverfi sem uppreisnarmenn höfðu haft á valdi sínu.

Áfengisneysla á Hrafnistu engin nýlunda

Það er engin nýlunda að heimilismenn á Hrafnistu geti fengið sér áfengi þar, segir Guðmundur Hallvarðsson stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna. Um árabil hafi fólk getað nálgast áfengi á Hrafnistu.

Nesjavallavegur opnaður á ný

Ökumaðurinn sem velti bíl sínum á Nesjavallaleið fyrr í kvöld var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum. Vísir hefur ekki upplýsingar um það hvort meiðsl hans séu alvarleg. Klippa þurfti bíl hans í sundur til að ná honum úr honum. Nesjavallaleið var lokað um stund á meðan unnið var á vettvangi en nú er búið að opna veginn.

Starfsmenn á Heathrow ætla í verkfall

Starfsfólk á Heathrow flugvelli ætlar í 24 klukkustunda verkfall daginn áður en Ólympíuleikarnir hefjast í London. Áætlanir sýna að dagurinn eigi að vera sá stærsti í sögu flugvallarins segir í frétt The Financial Times.

Bílvelta á Nesjavallavegi

Bílvelta varð á Nesjavallavegi laust fyrir átta í kvöld. Sjúkraflutningamenn frá Reykjavík eru á leiðinni á staðinn, en ekki hafa fengist nánari upplýsingar.

"Núna er vinur okkar á leið til Ameríku í skipi“

Hælisleitendur sem fundust um borð í flugvél fyrir tveimur vikum segja að vini sínum hafi tekist að koma sér úr landi og sé nú á leið til Bandaríkjanna. Þeir eru sjálfir staðráðnir í að reyna aftur að komast úr landi.

Skátarnir nota íslenskt timbur á landsmóti

Landsmót skáta að Úlfljótsvatni hefst í kvöld og er fólk þegar mætt á svæðið. Mest er þar núna fjölskyldufólk og erlendir skátar sem eru komnir hingað til lands til þess að vera viðstaddir mótið. Formleg setning landsmótsins er síðan á sunnudag og er gert ráð fyrir að þá muni hundruð eða þúsundir streyma á mótssvæðið.

Árásarmaðurinn er 24 ára gamall

Maðurinn sem skaut 12 manns til bana í úthverfi Denver í morgun heitir James Eagan Holmes og er 24 ára gamall. CBS fréttastofan hefur þetta eftir talsmönnum lögreglunnar í Denver. Skotárásin varð í kvikmyndahúsi þegar verið var að sýna nýju Batman myndina, The Dark Knight Rises. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki. Tugir manna særðust í skotárásinni.

Höfuðborgin iðaði af lífi

Reykjavík hefur verið iðandi lífi að undanförnu og skemmtileg stemning hefur skapast í miðborginni og víðar.

Sjá næstu 50 fréttir