Innlent

Óveðrið truflaði ekki landsmót

JHH skrifar
Frá Úlfljótsvatni.
Frá Úlfljótsvatni.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ávarpa mótsgesti við setningu landsmóts skáta á Úlfljótsvatni í kvöld. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson stíga á stokk og syngja landsdmótið inn. Reiknað er með að á þriðja þúsund manns verði við setningu mótsins.

Lægðin sem Veðurstofa Íslands hafði spáð gekk yfir mótssvæði skáta við Úlfljótsvatn í gærkvöldi og nótt. Í dag hefur rignt á köflum á mótssvæðinu og nokkur vindur verið. Þetta hefur þó engin áhrif á undirbúninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×