Innlent

Vilja að ríkið hefji rannsóknir

Skotvísmenn segja flest benda til þess að hreindýr geti dafnað á Vestfjörðum eins vel og fyrir austan. mynd/magnús stefánsson
Skotvísmenn segja flest benda til þess að hreindýr geti dafnað á Vestfjörðum eins vel og fyrir austan. mynd/magnús stefánsson
Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, skorar á hið opinbera að hefja rannsóknir á þeim áhrifum sem kynnu að fylgja því að koma hreindýrahjörðum til Vestfjarða. Sigmar B. Hauksson, sem haft hefur forgöngu um málið, segir að málefnið hafi verið rætt ýtarlega og eftir standi að rannsaka hvort smithætta yrði þessu samfara og hvort dýrin myndu þrífast vel þar.

?Það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi,? segi hann. ?Ferðamennskunni vex ört fiskur um hrygg og verðmætustu ferðamennirnir eru þeir sem koma í laxveiði eða hestamennsku. Laxinn skilar hér um 11 milljörðum á ári þannig að hreindýrin gætu nú aldeilis komið sér vel ef þau fengju að laða slíka ferðamenn í náttúrufegurðina fyrir vestan.?

Sigmar segir að Landbúnaðarstofnun eigi að hafa frumkvæði að rannsóknunum, en bendir á að sveitarfélögin á Vestfjörðum geti farið fram á að rannsóknir verði gerðar, sem og þingmenn einstakra kjördæma og umhverfisráðherra. Þá gætu umhverfisnefnd Alþingis og Umhverfisstofnun haft frumkvæði.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×