Erlent

Mannfall í Peking

Frá Peking í dag.
Frá Peking í dag. mynd/AP
Að minnsta kosti tíu hafa látist í Peking og rúmlega 50 þúsund hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar mikilla rigninga og flóða í dag. Er þetta mesta vatnsveður á svæðinu í rúmlega 60 ár.

Búið er að fresta rúmlega 500 áætluðum flugum um alþjóðlega flugvöllinn í Peking, um 80 þúsund manns eru því strandaglópar í borginni. Þá hafa samgöngur í héraðinu farið úr skorðum vegna flóða og eru vegir víða á kafi.

Rafmagnsleysi er einnig á svæðinu og hefur það gert björgunarmönnum erfitt fyrir.

Fjölmiðlar í Kína hafa greint frá því að úrhellið á svæðinu hafi numið um 46 sentímetrum og er þetta mesta úrkoma í Peking síðan mælingar hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×