Erlent

Harðir bardagar í Damaskus og Aleppo

Harðir bardagar hafa geisað í Damaskus höfuðborg Sýrlands og borginni Aleppo um helgina.

Þar hafa stjórnarhermenn reynt að ná aftur á sitt vald mörgum úthverfanna í þessum borgum sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald í síðustu viku.

Fregnir herma að stjórnarhermenn hafi náð hverfinu Mezzeh á sitt vald og í framhaldi af því hafi þeir tekið yfir 20 manns af lífi en fólkið var grunað um að styðja uppreisnarmennina. Stjórnarherinn notaði skriðdreka og önnur brynvarin hertæki í þessum bardögum.

Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi segja að fleiri úthverfi hafi náðst en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×