Innlent

Ökuréttindaleysi og fíkniefnaakstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af sjö ökumönnum í nótt. Um kvöldmatarleytið í gær var ökumaður stöðvar í miðborginni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Við nánari athugun lögreglu reyndist aðilinn undir áhrifum fíkniefna. Þar að auki hafði hann verið sviptur ökuréttindum áður fyrir sömu iðju. Þá reyndist bifreiðinni afa verið stolið úr Austurborginni um helgina. Ökumanninum var sleppt úr haldi eftir töku blóðsýnis og skýrslutöku.

Þá voru sex ökumenn stöðvaðir af lögreglu milli klukkan níu og fjögur í nótt sem ýmist höfðu verið sviptir ökuréttindum eða ekki öðlast réttindi. Fimm þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna eða áfengis. Þá var einn aðili með hníf á sér. Ökumönnunum var sleppt að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×