Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Agnar Már Másson skrifar 15. ágúst 2025 10:58 Tveimur dögum eftir að Kaleo-tónleikunum lauk barst Mannanafnanefnd erindi þar sem spurt var hvort maður mætti heita það sama og hljómsveitin. Nefndin sagði já. Vísir/Viktor Freyr Hamína, Sky og Kaleo eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni. Þá má einnig heita Anída, Silfurregn og Dúni. Engri beiðni sem Mannanafnanefnd tók fyrir á fundi sínum hinn 13. ágúst var hafnað en alls voru sautján mál tekin fyrir. Sky og Silfurregn Fjögur kynhlutlaus nöfn voru samþykkt og má nú heita Rökkur, Sky, Elri og Silfurregn. Nöfnin eru í hvorugkyni og beygjast eins í öllum föllum nema eignarfalli en þá taka þau s-endingu. Nefndin bendir á að nafnið Sky sé ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls enda kemur y aðeins fyrir í lok orð ef það endar á -ey. Þó ekki væri hefð fyrir nafninu bendir nefndin á að tökunafnið sé nokkuð algengt í enskumælandi löndum. Til samanburðar var nafnið Skylar samþykkt árið 2021. Nefndin hefur því alls samþykkt á 36 kynhlutlaus nöfn frá því í október 2020. Dúni Kaleo Lársson Karlanafnið Dúni var samþykkt og tekur veika beygingu. Nefndin féllst einnig á kenninafnið Lársson, þar sem umsækjandi óskaði eftir því að barnið yrði kennt við föður sinn aðnafni Laurentiu, þó aðlagað að íslensku. Þá má einnig heita Matheó og Kaleo. Nefndin tekur fram að nafnið Kaleo eigi sér enga hefð í íslensku en bendir á að það sé tökunafn frá Bandaríkjunum og ritað með þessum hætti í ensku máli. Mikið fjör var á tónleikum Kaleo í Vaglaskógi í júlí. Vísir/Viktor Freyr Telst því hefð fyrir rithætti Kaleo á sama grundvelli og nafnsins Sky, þ.e. að rithátturinn sé gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Nefndinni barst erindi um nafnið Kaleó þriðjudaginn 29. júlí, þ.e. aðeins nokkrum dögum eftir að tónleikar samnefndrar hljómsveitar í Vaglaskógi voru haldnir. Nicolai, Torben og Teodor voru einnig samþykkt sem karlanöfn. Hamína Raggý Emhild Nú má einnig heita Anída og Josephine. Hið síðarnefnda er borið af tveimur Íslendingum og kemur nafnið fyrir fyrir í átta manntölum frá 1703–1920. Það telst því vera hefð fyrir hefð fyrir rithætti nafnsins samkvæmt vinnulagsreglum Mannanafnanefndar. Kvenkynsnöfnin Raggý, Hamína, Emhild og Inganna voru einnig samþykkt. Mannanöfn Tónleikar á Íslandi Tónlist Hinsegin Kaleo Barnalán Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Engri beiðni sem Mannanafnanefnd tók fyrir á fundi sínum hinn 13. ágúst var hafnað en alls voru sautján mál tekin fyrir. Sky og Silfurregn Fjögur kynhlutlaus nöfn voru samþykkt og má nú heita Rökkur, Sky, Elri og Silfurregn. Nöfnin eru í hvorugkyni og beygjast eins í öllum föllum nema eignarfalli en þá taka þau s-endingu. Nefndin bendir á að nafnið Sky sé ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls enda kemur y aðeins fyrir í lok orð ef það endar á -ey. Þó ekki væri hefð fyrir nafninu bendir nefndin á að tökunafnið sé nokkuð algengt í enskumælandi löndum. Til samanburðar var nafnið Skylar samþykkt árið 2021. Nefndin hefur því alls samþykkt á 36 kynhlutlaus nöfn frá því í október 2020. Dúni Kaleo Lársson Karlanafnið Dúni var samþykkt og tekur veika beygingu. Nefndin féllst einnig á kenninafnið Lársson, þar sem umsækjandi óskaði eftir því að barnið yrði kennt við föður sinn aðnafni Laurentiu, þó aðlagað að íslensku. Þá má einnig heita Matheó og Kaleo. Nefndin tekur fram að nafnið Kaleo eigi sér enga hefð í íslensku en bendir á að það sé tökunafn frá Bandaríkjunum og ritað með þessum hætti í ensku máli. Mikið fjör var á tónleikum Kaleo í Vaglaskógi í júlí. Vísir/Viktor Freyr Telst því hefð fyrir rithætti Kaleo á sama grundvelli og nafnsins Sky, þ.e. að rithátturinn sé gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Nefndinni barst erindi um nafnið Kaleó þriðjudaginn 29. júlí, þ.e. aðeins nokkrum dögum eftir að tónleikar samnefndrar hljómsveitar í Vaglaskógi voru haldnir. Nicolai, Torben og Teodor voru einnig samþykkt sem karlanöfn. Hamína Raggý Emhild Nú má einnig heita Anída og Josephine. Hið síðarnefnda er borið af tveimur Íslendingum og kemur nafnið fyrir fyrir í átta manntölum frá 1703–1920. Það telst því vera hefð fyrir hefð fyrir rithætti nafnsins samkvæmt vinnulagsreglum Mannanafnanefndar. Kvenkynsnöfnin Raggý, Hamína, Emhild og Inganna voru einnig samþykkt.
Mannanöfn Tónleikar á Íslandi Tónlist Hinsegin Kaleo Barnalán Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira