Erlent

Vísa ásökunum um þungavopn á bug

BBI skrifar
Sýrlendingar benda á staðinn þar sem sprengja féll í þorpinu Tremseh á fimmtudag.
Sýrlendingar benda á staðinn þar sem sprengja féll í þorpinu Tremseh á fimmtudag. Mynd/AFP
Stjórnvöld í Sýrlandi vísa á bug fullyrðingum sendinefndar Sameinuðu þjóðanna um að stjórnarherinn hafi notað þungavopn þegar hann gerði innrás í bæinn Tremseh í Hama héraði á fimmtudag. Talið er að tvö hundruð almennir borgarar hafi látið lífið í árásinni. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna heimsótti þorpið í gær en fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×