Erlent

Hillary Clinton styður Mohammed Mursi

BBI skrifar
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með nýkjörnum forseta Egyptalands, Mohammed Mursi, í dag. Eftir fundinn ítrekar hún að Bandaríkin styðji algera skiptingu yfir í lýðræði í landinu.

Forsetinn Mursi lenti í ákveðinni stjórnskipunar-kreppu í vikunni þegar hann reyndi að smala aftur saman kjörnu þingi sem Hæstiréttur Egyptalands hafði leyst upp. Hillary Clinton styður Mursi í þeirri krísu og segir að fólkið í Egyptalandi eigi að njóta þeirra stjórnvalda sem það kaus yfir sig.

Eftir fundinn í dag sagði Clinton að með heimsókn sinni hefði hún undirstrikað stuðning Bandaríkjanna við fólkið í Egyptalandi. „Við viljum vera traustur félagi og styðja þær lýðræðisumbætur sem hafa átt sér stað í landinu þökk sé hugrekki og fórnum egypska fólksins."

BBC segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×