Erlent

Obama skýtur enn að Romney

Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt uppteknum hætti gærkvöldi þegar hann gagnrýndi störf Mitt Romney, forsetaframbjóðanda repúblikana, á kosningafundi í Virginíu-fylki.

Obama, sem lét ekki úrhellisrigningu á sig fá og stóð gegnvotur í pontu, sagði að að fólk vildi ekki fá sérfræðing í útvistun starfa í Hvíta húsið, heldur einhvern sem gæti fjölgað störfum og fengið fyrirtækin til að auka starfsemi að nýju heima fyrir.

Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi hefur harðnað mikið að undanförnu, sérstaklega í fylkjum eins og Virginíu þar sem mjótt er á munum. Obama hefur eytt nokkru púðri í að stilla Romney upp sem fram efnaðum bankamanni með forréttindabakgrunn sem sé úr tengslum við almenna kjósendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×