Erlent

Fyrsti skipsfarmurinn frá Bandaríkjunum til Kúbu

BBI skrifar
Skipið Ana Cecilia.
Skipið Ana Cecilia. Mynd/AFP

Fimmtíu ára viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu lauk á föstudaginn var þegar skipið Ana Cecilia sigldi til eyjarinnar með skipsfarm af hjálpargögnum. Frá þessu er sagt á Al Jazeera.

Fyrirtækið International Port Corp. vonar að siglingarnar geti verið vikulegar milli Bandaríkjanna og Kúbu, en viðskiptabann hefur ríkt milli landanna síðan árið 1962. Fullyrt er á vef Al Jezeera að skipið sé fyrsta verslunarskipið sem siglir með farm til Kúbu frá Bandaríkjunum í 50 ár. Fyrirtækið International Port Corp. segist hafa fengið sérstakt leyfi frá yfirvöldum til að skipta við Kúbu og þar með losnar mjög um viðskiptabannið.

Barack Obama, bandaríkjaforseti, hefur að einhverju leyti losað um viðskiptabannið á valdatíð sinni, m.a. með því að leyfa fólki frá Kúbu sem býr í Bandaríkjunum að senda ótakmarkað fjármagn heim.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.