Erlent

Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna á vettvang fjöldamorðanna

BBI skrifar
Uppreisnarmaður í Sýrlandi.
Uppreisnarmaður í Sýrlandi. Mynd/AFP
Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna eru komnir til þorpsins Tremseh í Sýrlandi þar sem fjöldamorð áttu sér stað á fimmtudaginn. Þeir eru þangað komnir til að taka út ástandið á svæðinu.

200 manns voru drepnir í þorpinu í aðgerðum stjórnarhersins á fimmtudaginn. Fram hefur komið að skriðdrekar, þyrlur og stórskotalið hafi verið notað í aðgerðunum.

Ríkisstjórnin heldur því fram að um hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkamönnum hafi verið að ræða. Enn hafa ekki borist staðfestar fregnir um að almennir borgarar hafi látið lífið.

Fréttaritari BBC á svæðinu segir að enn sé mjög á huldu hvað nákvæmlega kom fyrir í þorpinu.

Í gær héldu átök áfram í landinu og m.a. bárust fréttir af þyrluárásum stjórnarhersins í Suður-Deraa héraðinu. Alls munu 118 manns hafa látið lífið á landinu í gær. Frá því í mars í fyrra er talið að 16 þúsund manns hafi látist í uppreisninni gegn stjórn Bashar al-Assad, forseta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×