Erlent

Bastilludagurinn í myndum

BBI skrifar
Herfylkingarnar marseruðu niður Champs-Élysées breiðstrætið í dag.
Herfylkingarnar marseruðu niður Champs-Élysées breiðstrætið í dag. Mynd/AFP
Þjóðhátíðardagur Frakka var haldinn hátíðlegur í dag. Hann nefnist í daglegu tali Bastilludagurinn en þá minnast Frakkar árásarinnar á bastilluna þann 14. júlí árið 1989. Sá atburður markaði upphaf Frönsku byltingarinnar.

Það var bókstaflega öllu til tjaldað á Champs-Élysées í París í dag þegar hver herfylkingin á fætur annarri marseraði niður strætið í marglitum búningum. Herskrúðgangan er stærsta og elsta reglulega herskrúðganga sem haldin er í heiminum í dag. Frakklandsforseti Francois Hollande tók þátt í hátíðarhöldunum, veifaði mikið og kyssti börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×