Erlent

Fjórar stórar borgir rýmdar

Mynd/AFP
Á þriðja hundrað þúsund Japana flýja nú heimili sín vegna flóðahættu. Að minnsta kosti 20 manns hafa látið lífið í flóðum þar um helgina.

Hermenn reyna nú að koma hjálpargögnum, lyfum, vatni og matvælum, til íbúa á þeim svæðum sem hvað verst hafa orðið úti. Staðan er hvað erfiðust á eyjunni Kyushu en þar hefur nær öllum íbúunum verið gert að flýja heimili sín vegna flóðanna. Unnið er að því að rýma fjórar stórar borgir á eyjunni og að flytja um tvö hundruð og fimmtíu þúsund íbúa þaðan.

Þá reynir hópur björgunarsveitarmanna að komast til fimm þúsund íbúa sem eru strandaglópar eftir að vegir fóru í sundur.

Miklar rigningar hafa verið á svæðinu um helgina. Þannig féll um áttatíu sentimetrar af regni á aðeins 72 klukkustundum. Götur og hús fylltustu af vatni og fóru vegir í sundur og rafmagn af svæðum. Talið er að áfram muni rigna í dag.

Búið er að koma upp neyðarskýlum í skólum og íþróttahúsum víða um eyjuna þar sem íbúar geta hafst við á þangað til það mesta er gengið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×