Erlent

Um 5000 manns hrakist frá heimilum sínum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikil flóð eru á svæðinu.
Mikil flóð eru á svæðinu. mynd/ afp.
Tuttugu og tveir hafa farist og yfir 5000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum á eyjunni Kyushu í suðvesturhluta Japan vegna úrhellisrigningar og flóða. Aurflóð og fallin tré hafa lokað flestum vegum á svæðinu, en þar hefur stanslaust ringt frá því á miðvikudag. Á myndum sem voru sýndar af svæðinu í morgun sjást hermenn færa fólki nauðsynjar á borð við mat, vatn og drykk í herþyrlur á svæði þar sem fólkið dvelur nú. Yfirvöld hafa sent þangað björgunarþyrlur til þess að flytja veikt folk og aldraða af svæðinu.

Samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar segir talskona borgarstjórnarinnar í Yame á Kyushu að óvíst sé hvenær samgöngur komist í lag og því verði haldið áfram að færa fólkinu nauðsynjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×