Erlent

Konur orðnar greindari en karlar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmenn verða að sætta sig við það að konur mælast nú að meðaltali greindari en þær.
Karlmenn verða að sætta sig við það að konur mælast nú að meðaltali greindari en þær.
Konur ná núna hærri meðaleinkunn á greindarprófum en karlmenn í fyrsta sinn síðan greindarmælingar hófust.

Ríflega 100 ár eru liðin frá því að mælingar á greind hófust og segir breska blaðið Daily Telegraph að konur hafi hingað til verið að meðaltali um fimm stigum lægri en karlar í meðalgreind. Núna hefur hins vegar orðið viðsnúningur og konur mælast nú að meðaltali hærri en karlar. Þetta er í það minnsta niðurstaða James Flynn, sem hefur helgað starf sitt greindarprófunum. Hann telur að nútímalífstíll hafi haft þarna áhrif á.

„Á síðustu 100 árum hefur greindarvísitala bæði karla og kvenna hækkað, en greindarvísitala kvenna hefur hins vegar hækkað meira. Þetta er í samræmi við nútímalífsstíl. Heimurinn er orðinn svo flókinn og það hefur orðið til þess að heili okkar mannanna hefur þróast og við orðið greindari fyrir vikið," segir Flynn.

Ein kenning á því hvers vegna greind kvenna hefur aukist umfram greind karla er sú að konur hafa orðið greindari á því að þurfa að fast við flókið fjölskyldulíf og byggja upp starfsframa í auknu mæli. Önnur kenning er sú að konur hafi í raun alltaf haft færi á að verða greindari en séu nú að fullnægja því tækifæri.

„Heilar nútímamanna eru að vaxa á annan hátt en áður og hugarferlarnir eru flóknari. Þetta mælist í aukinni greind. Við tökum frekar eftir þessu hjá konum en körlum vegna þess að þær voru vanþróaðari í fortíðinni,“ segir Flynn. Hann segir aftur á móti að það þurfi frekari gögn til að styðja enn frekar við niðurstöður sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×