Erlent

Ralph Lauren: Ólympíubúningurinn verður saumaður heima

BBI skrifar
Fatahönnuðurinn Ralph Lauren hefur lofað að bandarískir ólympíufarar verði í fötum sem saumuð eru í Bandaríkjunum á næsta ári eftir að kom á daginn að föt íþróttamannanna í ár eru í raun saumuð í Kína.

Þetta vakti óánægju fjölmargra, m.a. þingmanna sem helltu sér yfir ólympíunefndina og báðu hana að skammast sín. Ralph Lauren neitaði í upphafi að tjá sig um málið. Nú hefur hann hins vegar tilkynnt að á næsta ári verði fötin gerði í Bandaríkjunum. „Með því leggur Ralph Lauren sín lóð á vogarskálarnar til að auka framleiðslu í Bandaríkjunum," sagði í tilkynningu frá fatafyrirtækinu.

Það er hins vegar of seint að breyta nokkru fyrir ólympíuleikana í ár sem hefjast 27. júlí næstkomandi. Bandarísku íþróttamennirnir verða því í fötum sem saumuð eru í Kína.

Frá þessu er sagt á Sky News í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×