Innlent

Banaslys á Norðurlandi

BBI skrifar
Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar bifreið hans hafnaði utan vegar á Vatnsskarði í dag. Maðurinn var einn í bifreiðinni og á leið eftir þjóðvegi eitt. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er ekki vitað hvernig slysið atvikaðist en bifreiðin valt ekki á leið sinni út af veginum.

Maðurinn var úrskurðaður látinn á slysstað og lögregla vinnur nú að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×