Erlent

Öryggismál fyrir ólympíuleikana í ólestri

BBI skrifar
Landaverðir á Heathrow flugvelli í London hafa verið ásakaðir um að hleypa einstaklingum sem tengdir eru við hryðjuverkaógn inn í landið nú þegar styttist í Ólympíuleikana.

Óreynt starfsfólk virðist ekki standa sig nægilega vel í öryggisskoðun á vellinum. Ónefndur starfsmaður segir í viðtali við The Observer að hann hafi sjálfur séð nýja starfsmenn hleypa mönnum undir eftirliti vegna hryðjuverkaógnar um hliðin á vellinum. Hann segir að of stór hluti starfsfólksins sé óreyndur og það hafi ekki fengið nægan tíma til þjálfunar til að takast á við jafnumfangsmikil verkefni og Ólympíuleikarnir skapa.

Öryggisfyrirtækið G4S átti að sjá um gæslu á leikunum og útvega um 10.000 starfsmenn. Á miðvikudaginn var kom í ljós að um 3.500 starfsmenn vantar upp á hjá fyrirtækinu. Nú reynir ríkisstjórnin að fylla í skörðin og kallar til starfsfólk héðan og þaðan. Meðal þess er óreynt fólk.

Fréttaveita BBC og web.orange segja frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×