Fleiri fréttir Játa á sig mistök og kæruleysi JPMorgan Chase, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði tveimur milljörðum dala á vogunarviðskiptum síðasta hálfa árið. Bankinn segir að tapið gæti orðið meira, jafnvel heill milljarður dala í viðbót. 12.5.2012 09:00 Spáð brjáluðu veðri á sunnudag Veðurstofan varar við stormi með rigningu og snjókomu víða um land á morgun. Spáð er allt að 23 metrum á sekúndu og mun ganga í norðaustan- og norðanátt með rigningu eða slyddu og síðan snjókomu um norðan- og austanvert landið. Úrkomulítið verður sunnanlands, þó mikið hvassviðri eða stormur. 12.5.2012 09:00 Sorpu verði komið frá Álfsnesi „Vettvangsferð bæjarráðs á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi staðfestir áhyggjur bæjarstjórnar af lyktarmálum frá urðunarstaðnum,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. 12.5.2012 08:30 Mun nýtast í samgöngur Eðlilegt gjald á auðlindir hafsins mun gera stjórnvöldum kleift að hraða samgöngubótum á borð við jarðgöng, uppbyggingu græns hagkerfis og að styrkja velferðarkerfið, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 12.5.2012 08:00 Íslendingar uppgötvi land sitt á nýjan leik 12.5.2012 08:00 Búið að endurskipuleggja Eignarhaldsfélagið Fasteign Bygging Háskólans í Reykjavík er á meðal eigna sem færðar verða út úr félaginu. Það mun starfa áfram og verða í eigu sveitarfélaga og Arion banka. Leiga lækkar um 40-50% til ársloka 2014 og 24-40% frá 2015. 12.5.2012 07:30 Brýn þörf á mansals- og vændisdeild hjá lögreglu Nauðsynlegt er að koma á fót deild innan rannsóknarlögreglunnar sem sér alfarið um vændi og mansal. Innanríkisráðherra mun beita sér í málinu. Segir ráðuneytið meðvitað um þrýsting grasrótarsamtaka. 12.5.2012 07:30 Borgarbúar gefi ekki fuglunum Borgaryfirvöld hvetja fólk til að gefa hvorki öndum né öðrum fuglategundum á Reykjavíkurtjörn brauð á meðan á varptíma stendur. Á vef borgarinnar kemur fram að sílamávurinn, einn helsti vargfuglinn við tjörnina, sé mættur til leiks á ný. 12.5.2012 07:00 Aðgerðaáætlun liggur fyrir Stjórnvöld hafa lagt fram aðgerðaáætlun um breytingar á byggða- og sveitarstjórnarmálum komi til aðildar Íslands að ESB. Segja að engar breytingar verði gerðar eingöngu vegna aðildarviðræðna. 12.5.2012 07:00 Vill ekki að upptakan af skókastaranum komist til fjölmiðla Geir Lippestad, verjandi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, og saksóknarar óttast að sagan kunni að endurtaka sig ef fjölmiðlar fá afhentar upptökur af því þegar ungur maður henti skó og hrópaði í áttina að Breivik við réttarhöldin í dag. 11.5.2012 23:30 George Clooney safnaði tæpum tveimur milljörðum fyrir Obama Stórstjarnan George Clooney hélt fjáröflunarkvöldverð fyrir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í gær. Forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram eftir hálft ár og Obama sækist eftir endurkjöri. Kosningabaráttan er að fara á fullt skrið. 11.5.2012 23:00 Rakspíranotkun grunnskólanema orsakaði brunaútkall Mikill glundroði myndaðist í gagnfræðiskóla í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þegar brunabjöllur fóru í gang. Enginn hætta var þó á ferðum enda voru ærslafullir námsmenn í búningsklefa skólans sem báru ábyrgð atvikinu. 11.5.2012 22:30 Stoltenberg horfir á Borgen Danski sjónvarpsþátturinn Borgen hefur notið mikilla vinsælda á síðastliðnum mánuðum. Einn af aðdáendum þáttanna er Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Í grein á vef norska ríkisútvarpsins er fjallað um það að þótt starf Stoltenbergs sé ákaflega erfitt og erilsamt gefi hann sér alltaf tíma til að horfa á þættina. 11.5.2012 22:30 Rúmlega 100 ára gamall flugmaður - "Maður verður að lifa lífinu" "Maður verður að halda sér vakandi og lifa lífinu,“ segir Gissur Ólafur Erlingsson sem er hvorki meira né minna en 103 ára gamall. Hann lætur aldurinn ekki aftra sér og brá sér í flugferð með frænda sínum í vikunni. 11.5.2012 20:45 Hún er drottning málþófsins Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sjálf Íslandsmetið í málþófi á Alþingi, með langlengstu ræðu sem þar hefur verið flutt frá því rafrænar mælingar hófust á ræðutíma þingmanna. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa síðustu daga sakað stjórnarandstæðinga um málþóf, síðast Jóhanna í ræðu í gær þar sem hún vildi meina að þingstörfin gengju betur "..ef það er ekki hérna eilíft málþóf upp í öllum málum". 11.5.2012 20:15 "Tímabært að nei-sinnar hætti að væla" "Það er orðið löngu tímabært að nei-sinnar hætti að væla yfir því að hér sé skapaður vettvangur fyrir opna umræðu um ESB og taki efnislega þátt í henni í stað þess að eyða öllu púðrinu í að reyna að koma í veg fyrir að almenningur fái að kjósa um hvort gengið verður í ESB eða ekki." Þetta segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland. 11.5.2012 19:42 Hefur efasemdir um stöðu lífeyrissjóða á lánamarkaði Formaður viðskipta- og efnahagsnefndar segir það vekja efasemdir um stöðu lífeyrissjóðanna á neytendalánamarkaði að vera ekki tilbúnir til að koma til móts við fólk í skuldavanda. Ef þeir telji sig skorta lagaheimildir geti þeir leitað til þingsins. 11.5.2012 19:45 Einfalt að áætla aldur hælisleitenda með tanngreiningu Aldursgreining verður gerð á tönnum erlendu drengjanna tveggja sem voru dæmdir fyrir að koma til Íslands á fölsuðum skilríkjum. Algengt er að slík greining sé gerð á hælisleitendum í nágrannalöndum okkar. 11.5.2012 19:30 Landsvirkjun keypti svæði við Urriðafoss sem á að fara í biðflokk Landsvirkjun hefur gengið frá kaupum á jörðinni Skálmholtshrauni við Neðri Þjórsá. Kaupin endurspegla þá afstöðu fyrirtækisins að virkjað verði við Urriðafoss, sem er merkilegt því tilllaga um að setja virkjunina í biðflokk bíður nú afgreiðslu þingsins. 11.5.2012 18:47 Þriðja flóttatilraunin á árinu Öryggisverðir Eimskips komu í nótt í veg fyrir að fimm hælisleitendur kæmust um borð í flutningaskip á leið til Bandaríkjanna. Þetta er þriðja sinn á árinu sem að laumufarþegar reyna að smygla sér um borð í skip félagsins. 11.5.2012 18:45 Fíkniefni fundust í húsleitum lögreglu Fíkniefni fundust við húsleitir í þremur íbúðum í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær. Í einni þeirra var að finna um 70 grömm af amfetamíni en þau voru falin í frysti. 11.5.2012 18:37 Mistök reyndust Stapa lífeyrissjóði dýr Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs bauðst til þess að hætta störfum þegar ljóst varð að sjóðurinn gæti orðið fyrir milljarðatjóni vegna þess að kröfu sjóðsins upp á ríflega fimm milljarða í bú Straums fjárfestingarbanka var lýst of seint. Mistök á lögmannsstofu reyndust sjóðnum dýr. 11.5.2012 18:30 Ísafold gagnrýnir hátíðarhöld Evrópustofu „Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og okkur finnst óeðlilegt að Evrópustofa sé að hafa áhrif á stjórnmál hér á landi." Þetta segir Brynja Björg Halldórsdóttir, talskona Ísafoldar. Brynja var í gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún ræddi þar um fyrirhuguð hátíðarhöld Evrópustofu vegna afmælis Evrópusambandsins. 11.5.2012 17:32 GusGus bauð öllum borgarfulltrúum á Nasa Öllum borgarfulltrúum er boðið á tónleika GusGus sem fram fara á Nasa í kvöld. Eins og fram hefur komið stendur til að loka staðnum því hugmyndir eru uppi um að rífa húsið sem veitingastaðurinn er rekinn í. 11.5.2012 16:17 Vill breyta Grímsstöðum í fólkvang Til stendur að breyta nær öllu því landi sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill leigja á Grímsstöðum á Fjöllum í fólkvang. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi við sveitarfélögin á svæðinu, sem undirbúa kaup á 72,19 prósentum jarðarinnar af landeigendum. 11.5.2012 15:55 Snakkdeila á Suðurnesjum: Skemmdi bíl eftir rifrildi um snakk Deilur tveggja rúmlega tvítugra karlmanna um snakk urðu til þess að skemmdir á bifreið voru tilkynntar til lögreglunnar á Suðurnesjum. 11.5.2012 14:58 Giftingarhringnum stolið í Leifsstöð Tæplega þrítugur útlendur karlmaður gaf sig fram við lögregluna á Suðurnesjum á varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar. 11.5.2012 14:53 Brotist inn og verkfærum stolið Tilkynnt var nýverið, til lögreglunnar á Suðurnesjum, um innbrot í verkstæðisbyggingu við Freyjutröð í Reykjanesbæ. 11.5.2012 14:16 Ætluðu að svipta mann bílnum en fundu fíkniefni Maríjúana fannst í gær í bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem haldlagði efnið. Bílaleiga í umdæminu hafði selt bifreiðina en þar sem kaupandinn stóð ekki í skilum með afborganir fóru starfsmenn fyrirtækisins og sóttu bílinn. 11.5.2012 14:15 Ók drukkinn niður á lögreglustöð Karlmaður á fertugsaldri kom akandi á lögreglustöðina við Hringbraut í Reykjanesbæ í gær, vegna erindis sem hann taldi sig eiga við lögreglu. 11.5.2012 14:12 CIA skjöl enn hulin leynd Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að gögn sem leyniþjónustan CIA geymir um innrásina í Svínaflóa á Kúbu skuli áfram hulin leyndarhjúpi. Skjölin ættu öllu jöfnu að vera gerð opinber þar sem nægilega langur tími er liðinn frá því árásin var gerð. CIA hélt því hinsvegar fram að skjölin, sem varða innri rannsókn stofnunarinnar á málinu, hafi verið vinnuskjöl en ekki fullkláruð. Því verður ekkert gefið út um innihald skjalanna að svo stöddu. 11.5.2012 14:07 Tryggja réttindi fólks með kynáttunarvanda Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mun mæla fyrir frumvarpi um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda á Alþingi á eftir. Í frumvarpinu er kynáttunarvandi skilgreindur sem sú upplifun einstaklings frá unga aldri að hann telji sig hafa fæðst í röngu kyni og óskar að tilheyra hinu kyninu. Markmið laganna er að tryggja einstaklingum með kynáttunarvanda jafna stöðu fyrir lögum á við aðra í samræmi við mannréttindi og mannhelgi. 11.5.2012 14:07 Flugslys í Indónesíu: Björgunarsveitir komnar að flakinu Leitarflokkar hafa fundið tólf lík á svæðinu þar sem rússnesk farþegaþota fórst í fjallendi í Indónesíu í gær. Sveitirnar þurftu að nota klifurbúnað til þess að komast að slysstaðnum en vélin hrapaði í hlíðum eldfjalls í 1800 metra hæð. 11.5.2012 14:06 Hafnaði fundarlaunum og benti á aðra manneskju ef því væri að skipta Kona á þrítugsaldri fann peninga á förnum vegi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Líkt og aðrir heiðarlegir borgarar hafði hún samband við lögreglu, sem tók við peningunum. Konan kærði sig ekki um nein fundarlaun ef svo færi að eigandinn kæmi í leitirnar. Þess í stað nefndi hún ákveðna aðila sem gjarnan mættu njóta góðs af ef fundarlaunum væri til að skipta. 11.5.2012 13:03 Breytingar á stjórnarráðinu samþykktar Alþingi samþykkti með 28 atkvæðum gegn 21 þingsályktunartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á skiptingu ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrirhugaðar breytingar á Stjórnarráði Íslands fela í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Með þessari breytingu fækkar ráðuneytum úr tíu í átta. Forsætisráðherra mun gera tillögur um breytingarnar við forseta Íslands í samræmi við stjórnarskrá. 11.5.2012 11:45 RNU: Alvarleg hætta skapaðist þar sem farmur var ekki rétt festur Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn á umferðaróhappi sem átti sér stað á Innstrandavegi þann 26. október 2011. 11.5.2012 11:42 Ákæruvaldið verður að sanna fjártjónshættu ef það á að sakfella Ákæruvaldið verður að sanna, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, að sakborningar í Exeter-málinu hafi skapað fjártjónshættu fyrir Byr sparisjóð þegar þeir hlutuðust um lánveitingu í tveimur hlutum upp á 1,1 milljarð króna til félagsins Exeter Holding. 11.5.2012 11:30 Sjálfstæðismenn vilja að borgin bregðist við veiðigjaldafrumvarpi Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna meirihluta borgarstjórnar harðlega fyrir að hafa ekki upplýst um það í borgarráði að Alþingi hefði óskað eftir umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp um veiðigjöld. Þetta kemur fram í bókun sjálfstæðismanna sem lögðu fram tillögu um óháða úttekt á afleiðingum veiðigjaldsins á rekstrarskilyrði fyrirtækja í sjávarútvegi, starfsfólk þeirra og atvinnulífið í borginni. 11.5.2012 11:28 Las upp úr trúnaðarbréfi á Aþingi: Smekklaust en löglegt „Þetta sýnir að sumir mega og aðrir ekki á þinginu," segir Vigdís Hauksdóttir sem er ósátt við framgöngu Álfheiðar Ingadóttur þingmanns Vg, sem las upp úr trúnaðarbréfi frá Björgu Evu Erlendsdóttur, stjórnarformanni RÚV, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku. 11.5.2012 11:26 Þið getið andað rólega, heimsendir er ekki í nánd Elsta þekkta útgáfan af hinu ævaforna dagatali Maya-indíána í Mið-Ameríku fannst á dögunum. Hingað til hefur verið talið að dagatal Mayanna endi þann 21. desember næstkomandi sem hefur gefið þeirri sögu byr undir báða vængi að heimsendir sé í nánd. 11.5.2012 11:02 Segir fráleitt að stjórnarformaður kanni greiðslugetu lántakenda "Það er ósannað og styðst ekki við gögn að ákærði Jón hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna. Hann tók hins vegar þátt í afgreiðslu málsins á stjórnarfundi 19. desember 2008,“ sagði Reynir Karlsson, verjandi Jóns Þorsteins Jónssonar í málflutningsræðu sinni fyrir Hæstarétti. 11.5.2012 10:30 Upphlaup í réttarhöldunum yfir Breivik "Morðinginn þinn, þú drapst bróður minn. Farðu til fjandans,“ sagði eitt vitnið í réttarhöldunum gegn Anders Behring Breivik í morgun. Í sama mund henti hann skóm í áttina að Breivik. Skórinn hæfði ekki Breivik sjálfan en lenti á einum af verjanda hans, Vibeke Hein Bæra. Samkvæmt frásögn danska ríkisútvarpsins virtist Breivik sjálfur taka þessu með ró. 11.5.2012 10:03 Í haldi eftir bruna sem leiddi til dauða fimm barna Fimm börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í eldsvoða í Bretlandi í nótt. Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekin vegna gruns um að hafa kveikt í húsinu. Lögreglan í Derbyskíri hefur staðfest að kona sé í haldi, grunuð um að hafa myrt börnin. 11.5.2012 13:02 Evrópustofa fagnar Evrópudeginum Snorri Helgason tónlistarmaður treður upp nú í hádeginu hjá Evrópustofu sem um þessar mundir fagnar Evrópudeginum. Tónleikarnir eru órafmagnaðir og fara fram í húsakynnum stofunnar að Suðurgötu 10 í Reykjavík. 11.5.2012 11:53 Skattar vegna gjafa til lækna Af þeim 32 lyfja- og hjálpartækjafyrirtækjum sem dönsk skattayfirvöld hafa rannsakað eiga alls 29 von á að þurfa að greiða 50 milljónir danskra króna, jafngildi rúms milljarðs íslenskra króna, í skatt vegna gjafa til lækna, að því er segir á fréttavefnum bt.dk. Fulltrúi skattayfirvalda, Rasmus Andersen, segir fyrirtækin hafa reynt að komast hjá skattgreiðslum þegar þau buðu læknum með á ráðstefnur á lúxushótelum. 11.5.2012 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Játa á sig mistök og kæruleysi JPMorgan Chase, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði tveimur milljörðum dala á vogunarviðskiptum síðasta hálfa árið. Bankinn segir að tapið gæti orðið meira, jafnvel heill milljarður dala í viðbót. 12.5.2012 09:00
Spáð brjáluðu veðri á sunnudag Veðurstofan varar við stormi með rigningu og snjókomu víða um land á morgun. Spáð er allt að 23 metrum á sekúndu og mun ganga í norðaustan- og norðanátt með rigningu eða slyddu og síðan snjókomu um norðan- og austanvert landið. Úrkomulítið verður sunnanlands, þó mikið hvassviðri eða stormur. 12.5.2012 09:00
Sorpu verði komið frá Álfsnesi „Vettvangsferð bæjarráðs á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi staðfestir áhyggjur bæjarstjórnar af lyktarmálum frá urðunarstaðnum,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. 12.5.2012 08:30
Mun nýtast í samgöngur Eðlilegt gjald á auðlindir hafsins mun gera stjórnvöldum kleift að hraða samgöngubótum á borð við jarðgöng, uppbyggingu græns hagkerfis og að styrkja velferðarkerfið, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 12.5.2012 08:00
Búið að endurskipuleggja Eignarhaldsfélagið Fasteign Bygging Háskólans í Reykjavík er á meðal eigna sem færðar verða út úr félaginu. Það mun starfa áfram og verða í eigu sveitarfélaga og Arion banka. Leiga lækkar um 40-50% til ársloka 2014 og 24-40% frá 2015. 12.5.2012 07:30
Brýn þörf á mansals- og vændisdeild hjá lögreglu Nauðsynlegt er að koma á fót deild innan rannsóknarlögreglunnar sem sér alfarið um vændi og mansal. Innanríkisráðherra mun beita sér í málinu. Segir ráðuneytið meðvitað um þrýsting grasrótarsamtaka. 12.5.2012 07:30
Borgarbúar gefi ekki fuglunum Borgaryfirvöld hvetja fólk til að gefa hvorki öndum né öðrum fuglategundum á Reykjavíkurtjörn brauð á meðan á varptíma stendur. Á vef borgarinnar kemur fram að sílamávurinn, einn helsti vargfuglinn við tjörnina, sé mættur til leiks á ný. 12.5.2012 07:00
Aðgerðaáætlun liggur fyrir Stjórnvöld hafa lagt fram aðgerðaáætlun um breytingar á byggða- og sveitarstjórnarmálum komi til aðildar Íslands að ESB. Segja að engar breytingar verði gerðar eingöngu vegna aðildarviðræðna. 12.5.2012 07:00
Vill ekki að upptakan af skókastaranum komist til fjölmiðla Geir Lippestad, verjandi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, og saksóknarar óttast að sagan kunni að endurtaka sig ef fjölmiðlar fá afhentar upptökur af því þegar ungur maður henti skó og hrópaði í áttina að Breivik við réttarhöldin í dag. 11.5.2012 23:30
George Clooney safnaði tæpum tveimur milljörðum fyrir Obama Stórstjarnan George Clooney hélt fjáröflunarkvöldverð fyrir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í gær. Forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram eftir hálft ár og Obama sækist eftir endurkjöri. Kosningabaráttan er að fara á fullt skrið. 11.5.2012 23:00
Rakspíranotkun grunnskólanema orsakaði brunaútkall Mikill glundroði myndaðist í gagnfræðiskóla í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þegar brunabjöllur fóru í gang. Enginn hætta var þó á ferðum enda voru ærslafullir námsmenn í búningsklefa skólans sem báru ábyrgð atvikinu. 11.5.2012 22:30
Stoltenberg horfir á Borgen Danski sjónvarpsþátturinn Borgen hefur notið mikilla vinsælda á síðastliðnum mánuðum. Einn af aðdáendum þáttanna er Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Í grein á vef norska ríkisútvarpsins er fjallað um það að þótt starf Stoltenbergs sé ákaflega erfitt og erilsamt gefi hann sér alltaf tíma til að horfa á þættina. 11.5.2012 22:30
Rúmlega 100 ára gamall flugmaður - "Maður verður að lifa lífinu" "Maður verður að halda sér vakandi og lifa lífinu,“ segir Gissur Ólafur Erlingsson sem er hvorki meira né minna en 103 ára gamall. Hann lætur aldurinn ekki aftra sér og brá sér í flugferð með frænda sínum í vikunni. 11.5.2012 20:45
Hún er drottning málþófsins Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sjálf Íslandsmetið í málþófi á Alþingi, með langlengstu ræðu sem þar hefur verið flutt frá því rafrænar mælingar hófust á ræðutíma þingmanna. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa síðustu daga sakað stjórnarandstæðinga um málþóf, síðast Jóhanna í ræðu í gær þar sem hún vildi meina að þingstörfin gengju betur "..ef það er ekki hérna eilíft málþóf upp í öllum málum". 11.5.2012 20:15
"Tímabært að nei-sinnar hætti að væla" "Það er orðið löngu tímabært að nei-sinnar hætti að væla yfir því að hér sé skapaður vettvangur fyrir opna umræðu um ESB og taki efnislega þátt í henni í stað þess að eyða öllu púðrinu í að reyna að koma í veg fyrir að almenningur fái að kjósa um hvort gengið verður í ESB eða ekki." Þetta segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland. 11.5.2012 19:42
Hefur efasemdir um stöðu lífeyrissjóða á lánamarkaði Formaður viðskipta- og efnahagsnefndar segir það vekja efasemdir um stöðu lífeyrissjóðanna á neytendalánamarkaði að vera ekki tilbúnir til að koma til móts við fólk í skuldavanda. Ef þeir telji sig skorta lagaheimildir geti þeir leitað til þingsins. 11.5.2012 19:45
Einfalt að áætla aldur hælisleitenda með tanngreiningu Aldursgreining verður gerð á tönnum erlendu drengjanna tveggja sem voru dæmdir fyrir að koma til Íslands á fölsuðum skilríkjum. Algengt er að slík greining sé gerð á hælisleitendum í nágrannalöndum okkar. 11.5.2012 19:30
Landsvirkjun keypti svæði við Urriðafoss sem á að fara í biðflokk Landsvirkjun hefur gengið frá kaupum á jörðinni Skálmholtshrauni við Neðri Þjórsá. Kaupin endurspegla þá afstöðu fyrirtækisins að virkjað verði við Urriðafoss, sem er merkilegt því tilllaga um að setja virkjunina í biðflokk bíður nú afgreiðslu þingsins. 11.5.2012 18:47
Þriðja flóttatilraunin á árinu Öryggisverðir Eimskips komu í nótt í veg fyrir að fimm hælisleitendur kæmust um borð í flutningaskip á leið til Bandaríkjanna. Þetta er þriðja sinn á árinu sem að laumufarþegar reyna að smygla sér um borð í skip félagsins. 11.5.2012 18:45
Fíkniefni fundust í húsleitum lögreglu Fíkniefni fundust við húsleitir í þremur íbúðum í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær. Í einni þeirra var að finna um 70 grömm af amfetamíni en þau voru falin í frysti. 11.5.2012 18:37
Mistök reyndust Stapa lífeyrissjóði dýr Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs bauðst til þess að hætta störfum þegar ljóst varð að sjóðurinn gæti orðið fyrir milljarðatjóni vegna þess að kröfu sjóðsins upp á ríflega fimm milljarða í bú Straums fjárfestingarbanka var lýst of seint. Mistök á lögmannsstofu reyndust sjóðnum dýr. 11.5.2012 18:30
Ísafold gagnrýnir hátíðarhöld Evrópustofu „Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og okkur finnst óeðlilegt að Evrópustofa sé að hafa áhrif á stjórnmál hér á landi." Þetta segir Brynja Björg Halldórsdóttir, talskona Ísafoldar. Brynja var í gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún ræddi þar um fyrirhuguð hátíðarhöld Evrópustofu vegna afmælis Evrópusambandsins. 11.5.2012 17:32
GusGus bauð öllum borgarfulltrúum á Nasa Öllum borgarfulltrúum er boðið á tónleika GusGus sem fram fara á Nasa í kvöld. Eins og fram hefur komið stendur til að loka staðnum því hugmyndir eru uppi um að rífa húsið sem veitingastaðurinn er rekinn í. 11.5.2012 16:17
Vill breyta Grímsstöðum í fólkvang Til stendur að breyta nær öllu því landi sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill leigja á Grímsstöðum á Fjöllum í fólkvang. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi við sveitarfélögin á svæðinu, sem undirbúa kaup á 72,19 prósentum jarðarinnar af landeigendum. 11.5.2012 15:55
Snakkdeila á Suðurnesjum: Skemmdi bíl eftir rifrildi um snakk Deilur tveggja rúmlega tvítugra karlmanna um snakk urðu til þess að skemmdir á bifreið voru tilkynntar til lögreglunnar á Suðurnesjum. 11.5.2012 14:58
Giftingarhringnum stolið í Leifsstöð Tæplega þrítugur útlendur karlmaður gaf sig fram við lögregluna á Suðurnesjum á varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar. 11.5.2012 14:53
Brotist inn og verkfærum stolið Tilkynnt var nýverið, til lögreglunnar á Suðurnesjum, um innbrot í verkstæðisbyggingu við Freyjutröð í Reykjanesbæ. 11.5.2012 14:16
Ætluðu að svipta mann bílnum en fundu fíkniefni Maríjúana fannst í gær í bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem haldlagði efnið. Bílaleiga í umdæminu hafði selt bifreiðina en þar sem kaupandinn stóð ekki í skilum með afborganir fóru starfsmenn fyrirtækisins og sóttu bílinn. 11.5.2012 14:15
Ók drukkinn niður á lögreglustöð Karlmaður á fertugsaldri kom akandi á lögreglustöðina við Hringbraut í Reykjanesbæ í gær, vegna erindis sem hann taldi sig eiga við lögreglu. 11.5.2012 14:12
CIA skjöl enn hulin leynd Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að gögn sem leyniþjónustan CIA geymir um innrásina í Svínaflóa á Kúbu skuli áfram hulin leyndarhjúpi. Skjölin ættu öllu jöfnu að vera gerð opinber þar sem nægilega langur tími er liðinn frá því árásin var gerð. CIA hélt því hinsvegar fram að skjölin, sem varða innri rannsókn stofnunarinnar á málinu, hafi verið vinnuskjöl en ekki fullkláruð. Því verður ekkert gefið út um innihald skjalanna að svo stöddu. 11.5.2012 14:07
Tryggja réttindi fólks með kynáttunarvanda Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mun mæla fyrir frumvarpi um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda á Alþingi á eftir. Í frumvarpinu er kynáttunarvandi skilgreindur sem sú upplifun einstaklings frá unga aldri að hann telji sig hafa fæðst í röngu kyni og óskar að tilheyra hinu kyninu. Markmið laganna er að tryggja einstaklingum með kynáttunarvanda jafna stöðu fyrir lögum á við aðra í samræmi við mannréttindi og mannhelgi. 11.5.2012 14:07
Flugslys í Indónesíu: Björgunarsveitir komnar að flakinu Leitarflokkar hafa fundið tólf lík á svæðinu þar sem rússnesk farþegaþota fórst í fjallendi í Indónesíu í gær. Sveitirnar þurftu að nota klifurbúnað til þess að komast að slysstaðnum en vélin hrapaði í hlíðum eldfjalls í 1800 metra hæð. 11.5.2012 14:06
Hafnaði fundarlaunum og benti á aðra manneskju ef því væri að skipta Kona á þrítugsaldri fann peninga á förnum vegi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Líkt og aðrir heiðarlegir borgarar hafði hún samband við lögreglu, sem tók við peningunum. Konan kærði sig ekki um nein fundarlaun ef svo færi að eigandinn kæmi í leitirnar. Þess í stað nefndi hún ákveðna aðila sem gjarnan mættu njóta góðs af ef fundarlaunum væri til að skipta. 11.5.2012 13:03
Breytingar á stjórnarráðinu samþykktar Alþingi samþykkti með 28 atkvæðum gegn 21 þingsályktunartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á skiptingu ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrirhugaðar breytingar á Stjórnarráði Íslands fela í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Með þessari breytingu fækkar ráðuneytum úr tíu í átta. Forsætisráðherra mun gera tillögur um breytingarnar við forseta Íslands í samræmi við stjórnarskrá. 11.5.2012 11:45
RNU: Alvarleg hætta skapaðist þar sem farmur var ekki rétt festur Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn á umferðaróhappi sem átti sér stað á Innstrandavegi þann 26. október 2011. 11.5.2012 11:42
Ákæruvaldið verður að sanna fjártjónshættu ef það á að sakfella Ákæruvaldið verður að sanna, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, að sakborningar í Exeter-málinu hafi skapað fjártjónshættu fyrir Byr sparisjóð þegar þeir hlutuðust um lánveitingu í tveimur hlutum upp á 1,1 milljarð króna til félagsins Exeter Holding. 11.5.2012 11:30
Sjálfstæðismenn vilja að borgin bregðist við veiðigjaldafrumvarpi Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna meirihluta borgarstjórnar harðlega fyrir að hafa ekki upplýst um það í borgarráði að Alþingi hefði óskað eftir umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp um veiðigjöld. Þetta kemur fram í bókun sjálfstæðismanna sem lögðu fram tillögu um óháða úttekt á afleiðingum veiðigjaldsins á rekstrarskilyrði fyrirtækja í sjávarútvegi, starfsfólk þeirra og atvinnulífið í borginni. 11.5.2012 11:28
Las upp úr trúnaðarbréfi á Aþingi: Smekklaust en löglegt „Þetta sýnir að sumir mega og aðrir ekki á þinginu," segir Vigdís Hauksdóttir sem er ósátt við framgöngu Álfheiðar Ingadóttur þingmanns Vg, sem las upp úr trúnaðarbréfi frá Björgu Evu Erlendsdóttur, stjórnarformanni RÚV, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku. 11.5.2012 11:26
Þið getið andað rólega, heimsendir er ekki í nánd Elsta þekkta útgáfan af hinu ævaforna dagatali Maya-indíána í Mið-Ameríku fannst á dögunum. Hingað til hefur verið talið að dagatal Mayanna endi þann 21. desember næstkomandi sem hefur gefið þeirri sögu byr undir báða vængi að heimsendir sé í nánd. 11.5.2012 11:02
Segir fráleitt að stjórnarformaður kanni greiðslugetu lántakenda "Það er ósannað og styðst ekki við gögn að ákærði Jón hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna. Hann tók hins vegar þátt í afgreiðslu málsins á stjórnarfundi 19. desember 2008,“ sagði Reynir Karlsson, verjandi Jóns Þorsteins Jónssonar í málflutningsræðu sinni fyrir Hæstarétti. 11.5.2012 10:30
Upphlaup í réttarhöldunum yfir Breivik "Morðinginn þinn, þú drapst bróður minn. Farðu til fjandans,“ sagði eitt vitnið í réttarhöldunum gegn Anders Behring Breivik í morgun. Í sama mund henti hann skóm í áttina að Breivik. Skórinn hæfði ekki Breivik sjálfan en lenti á einum af verjanda hans, Vibeke Hein Bæra. Samkvæmt frásögn danska ríkisútvarpsins virtist Breivik sjálfur taka þessu með ró. 11.5.2012 10:03
Í haldi eftir bruna sem leiddi til dauða fimm barna Fimm börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í eldsvoða í Bretlandi í nótt. Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekin vegna gruns um að hafa kveikt í húsinu. Lögreglan í Derbyskíri hefur staðfest að kona sé í haldi, grunuð um að hafa myrt börnin. 11.5.2012 13:02
Evrópustofa fagnar Evrópudeginum Snorri Helgason tónlistarmaður treður upp nú í hádeginu hjá Evrópustofu sem um þessar mundir fagnar Evrópudeginum. Tónleikarnir eru órafmagnaðir og fara fram í húsakynnum stofunnar að Suðurgötu 10 í Reykjavík. 11.5.2012 11:53
Skattar vegna gjafa til lækna Af þeim 32 lyfja- og hjálpartækjafyrirtækjum sem dönsk skattayfirvöld hafa rannsakað eiga alls 29 von á að þurfa að greiða 50 milljónir danskra króna, jafngildi rúms milljarðs íslenskra króna, í skatt vegna gjafa til lækna, að því er segir á fréttavefnum bt.dk. Fulltrúi skattayfirvalda, Rasmus Andersen, segir fyrirtækin hafa reynt að komast hjá skattgreiðslum þegar þau buðu læknum með á ráðstefnur á lúxushótelum. 11.5.2012 11:00