Erlent

Játa á sig mistök og kæruleysi

Framkvæmdastjóri bankans var nýverið útnefndur framkvæmdastjóri ársins í Bandaríkjunum.
Framkvæmdastjóri bankans var nýverið útnefndur framkvæmdastjóri ársins í Bandaríkjunum. nordicphotos/AFP
JPMorgan Chase, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði tveimur milljörðum dala á vogunarviðskiptum síðasta hálfa árið. Bankinn segir að tapið gæti orðið meira, jafnvel heill milljarður dala í viðbót.

„Það voru mörg mistök gerð vegna kæruleysis og lélegrar dómgreindar,“ viðurkenndi Jamie Dimon, framkvæmdastjóri bankans, heldur niðurlútur.

Vogunarviðskiptin áttu að tryggja bankann gegn áhættu í viðskiptum með eigin fjármuni.

„Eignasafnið reyndist áhættusamara, ótraustara og gerði minna gagn sem baktrygging en við töldum,“ sagði Dimon.

Þetta mikla tap er vandræðalegt fyrir bankann, sem komst mun betur út úr kreppunni 2008 en aðrir bandarískir stórbankar. Hann hafði forðast áhættusamar fjárfestingar sem urðu mörgum öðrum bönkum að falli þegar kreppan skall á.

JPMorgan Chase féll töluvert í verði á mörkuðum í gær, eftir að tilkynnt var um tapið. Aðrir bankar féllu einnig í verði.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×