Erlent

Rakspíranotkun grunnskólanema orsakaði brunaútkall

Ákveðið var að hleypa kennurum og nemendum aftur inn í skólann enda var augljóslega um slys að ræða.
Ákveðið var að hleypa kennurum og nemendum aftur inn í skólann enda var augljóslega um slys að ræða.
Mikill glundroði myndaðist í gagnfræðiskóla í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þegar brunabjöllur fóru í gang. Enginn hætta var þó á ferðum enda voru ærslafullir námsmenn í búningsklefa skólans sem báru ábyrgð atvikinu.

Lögregluyfirvöld í bænum Middletown í Connecticut segja að ofgnótt rakspíra hafi verið valdur að því að brunabjöllur tóku að hljóma í skólanum.

Lögreglumenn rýmdu skólann áður en slökkviliðsmenn voru sendir inn. Þeir komust brátt að því að mikið gasský var í búningsklefa piltanna. Er talið að úðinn hafi verið valdur að því að brunabjöllurnar fóru af stað.

Ákveðið var að hleypa kennurum og nemendum aftur inn í skólann enda var augljóslega um slys að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×