Innlent

Tryggja réttindi fólks með kynáttunarvanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælir fyrir frumvarpinu.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælir fyrir frumvarpinu.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mun mæla fyrir frumvarpi um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda á Alþingi á eftir. Í frumvarpinu er kynáttunarvandi skilgreindur sem sú upplifun einstaklings frá unga aldri að hann telji sig hafa fæðst í röngu kyni og óskar að tilheyra hinu kyninu. Markmið laganna er að tryggja einstaklingum með kynáttunarvanda jafna stöðu fyrir lögum á við aðra í samræmi við mannréttindi og mannhelgi.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að það sé samið af nefnd um réttarstöðu transfólks sem skipuð var af velferðarráðherra í mars í fyrra. Frumvarpið er gert í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs en þar skuldbindur ríkisstjórnin sig til þess að huga að réttarbótum í málefnum transgender fólks í samræmi við ábendingar umboðsmanns Alþingis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.