Vill breyta Grímsstöðum í fólkvang Brjánn Jónasson skrifar 11. maí 2012 15:55 Grímsstaðir á Fjöllum. mynd/ slysavarnafélagið landsbjörg Til stendur að breyta nær öllu því landi sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill leigja á Grímsstöðum á Fjöllum í fólkvang. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi við sveitarfélögin á svæðinu, sem undirbúa kaup á 72,19 prósentum jarðarinnar af landeigendum. Verði svæðið gert að fólkvangi verður almenningi heimilt að nota það til almennrar útivistar, auk þess sem náttúran á svæðinu mun njóta sérstakrar verndar samkvæmt drögum að samkomulagi milli sveitarfélaga og Huangs. Málinu er þó langt frá því lokið. Í samningsdrögunum kemur fram að allt að 99 prósent af landareigninni verði gerð að fólkvangi eða þjóðgarði, segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar félags Eyjafjarðar, sem ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hefur unnið að undirbúningi málsins fyrir hönd sveitarfélaganna. Hann segir að á því eina prósenti sem eftir standi komi til með að verða byggingar sem Huang hyggst reisa. „Með þessum gjörningi, ef af verður, get ég fullyrt að almenningur mun hafa ríkari rétt til umgengni um landið en hann hefur í dag," segir Þorvaldur. „Ef þetta verður lýst fólkvangur hefur almenningur rétt á að ganga þarna um. Það er verið að auka rétt fólks til umgengni á landinu, sem í dag er einkalóð." Samkvæmt samningsdrögunum munu sveitarfélögin kaupa ríflega 72 prósent landareignarinnar Grímsstaða á Fjöllum. Stærstur hluti þess lands sem ekki stendur til að kaupa, um 25 prósent, er í eigu ríkisins. „Öllum öðrum eigendum býðst að selja sveitarfélögunum á sama verði og þau kaupa þennan hluta á, en þeir þurfa þess ekki," segir Þorvaldur. Hann segir að þrátt fyrir að ríkið eigi fjórðung landsins geti það ekki í gegnum þann eignarhlut komið í veg fyrir að aðrir eigendur leigi út sinn hluta af landinu. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Til stendur að breyta nær öllu því landi sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill leigja á Grímsstöðum á Fjöllum í fólkvang. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi við sveitarfélögin á svæðinu, sem undirbúa kaup á 72,19 prósentum jarðarinnar af landeigendum. Verði svæðið gert að fólkvangi verður almenningi heimilt að nota það til almennrar útivistar, auk þess sem náttúran á svæðinu mun njóta sérstakrar verndar samkvæmt drögum að samkomulagi milli sveitarfélaga og Huangs. Málinu er þó langt frá því lokið. Í samningsdrögunum kemur fram að allt að 99 prósent af landareigninni verði gerð að fólkvangi eða þjóðgarði, segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar félags Eyjafjarðar, sem ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hefur unnið að undirbúningi málsins fyrir hönd sveitarfélaganna. Hann segir að á því eina prósenti sem eftir standi komi til með að verða byggingar sem Huang hyggst reisa. „Með þessum gjörningi, ef af verður, get ég fullyrt að almenningur mun hafa ríkari rétt til umgengni um landið en hann hefur í dag," segir Þorvaldur. „Ef þetta verður lýst fólkvangur hefur almenningur rétt á að ganga þarna um. Það er verið að auka rétt fólks til umgengni á landinu, sem í dag er einkalóð." Samkvæmt samningsdrögunum munu sveitarfélögin kaupa ríflega 72 prósent landareignarinnar Grímsstaða á Fjöllum. Stærstur hluti þess lands sem ekki stendur til að kaupa, um 25 prósent, er í eigu ríkisins. „Öllum öðrum eigendum býðst að selja sveitarfélögunum á sama verði og þau kaupa þennan hluta á, en þeir þurfa þess ekki," segir Þorvaldur. Hann segir að þrátt fyrir að ríkið eigi fjórðung landsins geti það ekki í gegnum þann eignarhlut komið í veg fyrir að aðrir eigendur leigi út sinn hluta af landinu.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira