Innlent

RNU: Alvarleg hætta skapaðist þar sem farmur var ekki rétt festur

Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn á umferðaróhappi sem átti sér stað á Innstrandavegi þann 26. október 2011.

Ökumaður vörubifreiðar með festivagn ók norður Innstrandaveg á Stikuhálsi þegar sauðfé hljóp í veg fyrir bifreið hans.

Ökumaðurinn snögghemlaði með þeim afleiðingum að þungur farmur festivagns bifreiðarinnar fór af stað, braut niður framgafl vagnsins, lenti svo á stýrishúsi bifreiðarinnar og braut það af festingum sínum.

Ökumaðurinn slasaðist ekki í óhappinu. Að mati RNU skapaðist alvarleg hætta þar sem farmurinn var ekki festur eins og reglur kveða á um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×