Erlent

George Clooney safnaði tæpum tveimur milljörðum fyrir Obama

Jón Hákon Halldórsson skrifar
George Clooney er dyggur stuðningsmaður Obama.
George Clooney er dyggur stuðningsmaður Obama. mynd/ afp
Stórstjarnan George Clooney hélt fjáröflunarkvöldverð fyrir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í gær. Forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram eftir hálft ár og Obama sækist eftir endurkjöri. Kosningabaráttan er að fara á fullt skrið.

Clooney bauð fólki heim til sín í styrktarkvöldverð og söfnuðust alls saman 15 milljónir bandaríkjadala, eða um 1,9 milljarðar króna. Auk Clooneys voru þar stórstjörnur á borð við Robert Downey Jr. Barbara Streisand, Salma Hayek og Tobey Maguire. Upphæðin sem safnaðist var sú hæsta sem hefur safnast á einum degi.

Um 150 gestir voru saman komnir heima hjá Clooney þetta kvöld og borgaði hver og einn 40 þúsund dali, eða um 5 milljónir króna, fyrir að hitta Clooney og forsetann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×