Erlent

Stoltenberg horfir á Borgen

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jens Stoltenberg horfir mikið á sjónvarp.
Jens Stoltenberg horfir mikið á sjónvarp. mynd/ afp.
Danski sjónvarpsþátturinn Borgen hefur notið mikilla vinsælda á síðastliðnum mánuðum. Einn af aðdáendum þáttanna er Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Í grein á vef norska ríkisútvarpsins er fjallað um það að þótt starf Stoltenbergs sé ákaflega erfitt og erilsamt gefi hann sér alltaf tíma til að horfa á þættina.

„Ég reyni að horfa alltaf á þá í sjónvarpinu en ef ég missi af þeim þá horfi ég á þá á DVD," segir Stoltenberg. Hann hefur áður sagt að hann horfi á sjónvarp en á meðal annarra þátta sem hann horfir á er The Sopranos og Mad Men.

Borgen, sem fjalla um líf og störf dansks forsætisráðherra, eru sýndir hér á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur sagt að hann horfi á þættina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×