Innlent

Þið getið andað rólega, heimsendir er ekki í nánd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
mynd/NASA
Elsta þekkta útgáfan af hinu ævaforna dagatali Maya-indíána í Mið-Ameríku fannst á dögunum. Hingað til hefur verið talið að dagatal Mayanna endi þann 21. desember næstkomandi sem hefur gefið þeirri sögu byr undir báða vængi að heimsendir sé í nánd.

Dagatalið sem fornleifafræðingar uppgötvuðu í rústum borgar lengst inni í frumskógum Guatemala breytir stöðunni hinsvegar mikið, því sú útgáfa sýnir glöggt að Mayar reiknuðu ekki með því að dagatalið myndi renna sitt skeið á enda, heldur heldur það áfram út í hið óendanlega.

Dómsdagsspámenn verða því að finna sér önnur rök fyrir yfirvofandi heimsendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×