Þriðja flóttatilraunin á árinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. maí 2012 18:45 Öryggisverðir Eimskips komu í nótt í veg fyrir að fimm hælisleitendur kæmust um borð í flutningaskip á leið til Bandaríkjanna. Þetta er þriðja sinn á árinu sem að laumufarþegar reyna að smygla sér um borð í skip félagsins. Það var um ellefu leytið í gærkvöldi þegar öryggisverðir í Sundahöfn urðu varir við óvenjulegar mannaferðir við afgirt hafnarsvæðið. Fimm menn höfðu þá falið sig á bak við hús þar skammt frá. Þeir biðu eftir tækifæri til að lauma sér inn á svæðið og um borð í flutningaskipið Reykjafoss en skipið siglir til Bandaríkjanna. Mennirnir létu svo til skara skríða rétt fyrir miðnætti og komu á hlaupum að öryggishliði á svæðinu. Þeir voru með lítinn farangur og virtust illa undirbúnir fyrir langa sjóferð. Þremur þeirra tókst að komast inn á svæðið. Öryggisverðir Eimskips brugðust strax við, kölluðu til lögreglu og reyndu að stöðva mennina. Einn komst þó alla leið að Reykjafossi. Eyþór H. Ólafsson, öryggisstjóri hjá Eimskip, segir hann hafa hætt við þegar bíll öryggisvarða nálgaðist hann. Mennirnir reyndu að flýja frá öryggisvörðunum og lögreglu. Einn náðist og var handtekinn. Hann er hælisleitandi frá Marokkó á átjánda aldursári og hefur undanfarið dvalið á Fit-Hostel í Reykjanesbæ. Talið er að hinir mennirnir séu einnig hælisleitendur. Eyþór segir þetta í þriðja sinn á nokkrum mánuðum sem laumufarþegar reyna að komast í flutningaskip Eimskips en það séu óvenju margar tilraunir á stuttum tíma. „Núna keyrði þetta alveg um þverbak þegar það voru fimm aðilar sem voru að reyna þetta. Þetta virkar á okkur eins og hálfgerð árás á svæðið," segir Eyþór. Eimskip gæti þurft að greiða milljóna sekt ef laumafarþega tekst að komast með skipi félagsins til Bandaríkjanna. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Öryggisverðir Eimskips komu í nótt í veg fyrir að fimm hælisleitendur kæmust um borð í flutningaskip á leið til Bandaríkjanna. Þetta er þriðja sinn á árinu sem að laumufarþegar reyna að smygla sér um borð í skip félagsins. Það var um ellefu leytið í gærkvöldi þegar öryggisverðir í Sundahöfn urðu varir við óvenjulegar mannaferðir við afgirt hafnarsvæðið. Fimm menn höfðu þá falið sig á bak við hús þar skammt frá. Þeir biðu eftir tækifæri til að lauma sér inn á svæðið og um borð í flutningaskipið Reykjafoss en skipið siglir til Bandaríkjanna. Mennirnir létu svo til skara skríða rétt fyrir miðnætti og komu á hlaupum að öryggishliði á svæðinu. Þeir voru með lítinn farangur og virtust illa undirbúnir fyrir langa sjóferð. Þremur þeirra tókst að komast inn á svæðið. Öryggisverðir Eimskips brugðust strax við, kölluðu til lögreglu og reyndu að stöðva mennina. Einn komst þó alla leið að Reykjafossi. Eyþór H. Ólafsson, öryggisstjóri hjá Eimskip, segir hann hafa hætt við þegar bíll öryggisvarða nálgaðist hann. Mennirnir reyndu að flýja frá öryggisvörðunum og lögreglu. Einn náðist og var handtekinn. Hann er hælisleitandi frá Marokkó á átjánda aldursári og hefur undanfarið dvalið á Fit-Hostel í Reykjanesbæ. Talið er að hinir mennirnir séu einnig hælisleitendur. Eyþór segir þetta í þriðja sinn á nokkrum mánuðum sem laumufarþegar reyna að komast í flutningaskip Eimskips en það séu óvenju margar tilraunir á stuttum tíma. „Núna keyrði þetta alveg um þverbak þegar það voru fimm aðilar sem voru að reyna þetta. Þetta virkar á okkur eins og hálfgerð árás á svæðið," segir Eyþór. Eimskip gæti þurft að greiða milljóna sekt ef laumafarþega tekst að komast með skipi félagsins til Bandaríkjanna.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira