Innlent

GusGus bauð öllum borgarfulltrúum á Nasa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitin Gus Gus heldur sína hinstu tónleika á Nasa.
Hljómsveitin Gus Gus heldur sína hinstu tónleika á Nasa.
Öllum borgarfulltrúum er boðið á tónleika GusGus sem fram fara á Nasa í kvöld. Eins og fram hefur komið stendur til að loka staðnum því hugmyndir eru uppi um að rífa húsið sem veitingastaðurinn er rekinn í.

Í tölvupósti sem GusGus sendi borgarfulltrúum segir að með brotthvarfi Nasa verði rofið stórt skarð í annars ágætis tónlistarflóru Reykvíkinga. „Þetta skarð verður erfitt að fylla og fyrir marga tónlistarmenn verður brotthvarfið þungbært, bæði tilfinningalega og rekstrarafkomulega. Okkur finnst mikilvægt að borgaryfirvöld séu að fullu meðvituð um hverju borgarbúar eru að glata á þessum tímamótun," segir í tölvupóstinum til borgarfulltrúa.

Jón Gnarr borgarstjóri mun ekki mæta á tónleikana, samkvæmt upplýsingum frá S. Birni Blöndal, aðstoðarmanni hans. Vísir reyndi að ná í Dag B. Eggertsson við vinnslu þessarar fréttar en hann var vant viðlátinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×