Innlent

Ísafold gagnrýnir hátíðarhöld Evrópustofu

Brynja Björg Halldórsdóttir, talskona Ísafoldar.
Brynja Björg Halldórsdóttir, talskona Ísafoldar.
„Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og okkur finnst óeðlilegt að Evrópustofa sé að hafa áhrif á stjórnmál hér á landi." Þetta segir Brynja Björg Halldórsdóttir, talskona Ísafoldar. Brynja var í gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún ræddi þar um fyrirhuguð hátíðarhöld Evrópustofu vegna afmælis Evrópusambandsins.

Ísafold eru samtök ungs fólks gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin sendu frá sér ályktun fyrr í vikunni þar sem hátíð Evrópustofu er gagnrýnd.

Brynja telur það vera óeðlilegt að Evrópustofa skuli blanda sér í umræðu hér á landi, þá sérstaklega með tilliti til þeirrar viðkvæmu stöðu sem aðildarviðræðurnar eru í.

„Við teljum það vera skrýtið að Evrópustofa sé nú að halda mikla hátíð og það í heila viku," segir Brynja. „Sendiherra ESB kemur í fararbroddi og heldur borgarafund og er að hafa allt of mikil áhrif á umræðu sem ætti að eiga sér stað á okkar grundvelli."

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Brynju hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×