Innlent

Brotist inn og verkfærum stolið

Tilkynnt var nýverið, til lögreglunnar á Suðurnesjum, um innbrot í verkstæðisbyggingu við Freyjutröð í Reykjanesbæ.

Þar hafði útidyrahurð verið spennt upp og komst innbrotsþjófurinn inn með þeim hætti. Stolið hafði verið handverkfærum af verkstæðinu og er verðmæti þeirra um þrjátíu þúsund krónur. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 420-1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×