Fleiri fréttir Laumufarþegi gómaður Fimm karlmenn, líklega allir hælisleitendur, reyndu að lauma sér um borð í Reykjafoss í Sundahöfn laust fyrir miðnæti, en skipið var að leggja af stað vestur um haf. Lögregla var kvödd á vettvang og náði einum, en hinir komust undan. Hann var skilríkjalaus en með nesti og vatn á sér, til ferðarinnar. Hann er vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag með aðstoð túlks. Ekkert er frekar vitað um ferðir hinna 11.5.2012 08:30 Vill ómerkja dóm vegna vanhæfis dómara Sérstakur saksóknari vill að Hæstiréttur ógildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Exeter-máli vegna vanhæfis eins dómarans sem myndaði meirihluta í málinu á neðra dómsstigi. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Hæstarétti í morgun. 11.5.2012 08:30 Grikkir reyna til þrautar Grískir stjórnmálamenn reyna nú til þrautar að koma á starfhæfri ríkisstjórn í landinu. Leiðtogi jafnaðarmanna, Evangelos Venizelos hittir leiðtoga hægriflokksins, Antonis Samaras á fundi í dag þar sem freista á þess að mynda samsteypustjórn. 11.5.2012 08:28 Lögreglan greip unglinga með stolin neyðarblys Neyðarblysi var skotið úr Gróttu um klukkan hálf fjögur í nótt og bárust lögreglu þónokkrar tilkynningar um það. Starfsmenn vaktstöðvar siglinga og Gæslunnar hófu þegar eftirgrennslan hjá skipum á Faxaflóa og lögreglan fór út í Gróttu, þar sem hún fann nokkra tvo unglinga, 15 og 18 ára , sem voru með rauð neyðarblys í fórum sínum. 11.5.2012 08:24 Björk mætir á Hróarskeldu eftir allt saman Björk Guðmundsdóttir ætlar að syngja á Hróarskelduhátíðnni en í gær var greint frá því að hún þyrfti að aflýsa fjölda tónleika í sumar vegna þess að hnúður sé á raddböndum hennar. 11.5.2012 08:23 Höfum ekki stöðvað neitt mál Gera ætti róttækar breytingar á þingsköpum til að koma betri reglu á þingstörfin, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir Stíg Helgasyni þó að staðan á Alþingi núna sé alfarið stjórnarflokkunum að kenna. 11.5.2012 08:15 Málflutningur í Exeter-málinu Málflutningur í Exetermálinu svonefnda fer fram í dag í Hæstarétti. Málið snýst um meint umboðssvik vegna útlána Byr sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. 11.5.2012 08:07 Endurskoða reglur um hælisleitendur UNICEF hvatti stjórnvöld í gær til þess að virða Barnasáttmála og Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, vegna máls tveggja alsírskra hælisleitenda sem dæmdir voru fyrir skjalafals. Innanríkisráðherra boðar endurskoðuð lög í haust. 11.5.2012 08:00 Ólafur Ragnar um eiturlyfjavandann: Einfaldar aðferðir duga best Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir ekki mjög flókið verk að uppræta eiturlyfjavandann. Forsetinn er staddur á Írlandi þar sem hann tók þátt í ráðstefnu sem bar yfirskriftina "Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum" en hann fékk sérstaka viðurkenningu á ráðstefnunni fyrir vel unnin störf í þágu ungmenna. 11.5.2012 07:40 Kirkjan sætti meira aðhaldi fyrir mistök Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir mistök hafa verið gerð varðandi fjárúthlutanir til þjóðkirkjunnar og annarra skráðra trúfélaga landsins. Ríkið hefur ekki greitt neinar verðbætur með úthlutunum sóknargjalda síðan eftir bankahrunið, eins og gilt hefur hjá öðrum opinberum stofnunum. 11.5.2012 07:00 Telja lögfræðing Orkustofnunar vanhæfan Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, er vanhæfur til að fjalla um virkjanahugmyndir rammaáætlunar. 11.5.2012 06:00 Orð Baracks Obama vekja sterk viðbrögð Stuðningsyfirlýsing Bandaríkjaforseta við hjónabönd samkynhneigðra hefur vakið sterk viðbrögð víða um heim, bæði þeirra sem eru sammála honum og hinna sem eru andvígir. Víða sæta samkynhneigðir enn harðri andstöðu. 11.5.2012 05:30 Mannskæðasta árás frá byrjun Tvær sprengjuárásir sjálfsvígsmanna kostuðu að minnsta kosti 55 manns lífið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Nærri 400 manns eru særðir. 11.5.2012 04:30 Jörðin í áður óséðu ljósi Rússneska geimferðastofnunin hefur birt eina nákvæmustu mynd sem tekin hefur verið af Jörðinni. Ljósmyndin er 121 megapixlar — sem þýðir að hver myndeining er kílómetri að lengd. 10.5.2012 23:45 Sérkennilegur fæðingarblettur kom fjölskyldu til bjargar Eftir að hafa betlað árum saman á götum Lashgar Gah í Afganistan hefur hinn níu ára gamli Gran nú fengið nokkur hundruð þúsund krónur í gjöf frá velunnurum. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til heldur sérstaks fæðingarbletts á síðu piltsins. 10.5.2012 22:30 Svavar Örn ánægður - slaufan á Jónsa samt eins og smekkur "Mér líst alveg rosalega vel á þau. Þetta er fallegt og þjóðlegt og það er gaman að sjá að það er engin flugeldasýning í gangi," segir Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslumaður og tískulögga, um klæðnað Jónsa og Grétu Salóme sem keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fer í Aserbaídsjan eftir rúmar tvær vikur. 10.5.2012 21:35 Vart hugað líf eftir að hafa bjargað eiganda sínum Bolabítur í Massachusetts í Bandaríkjunum bjargaði eiganda sínum frá því að verða fyrir lest fyrr í vikunni. Konan slasaðist ekki en hundurinn er hins vegar stórslasaður og vart hugað líf. 10.5.2012 23:30 Sá hlær best sem síðast hlær — Innflutningsteiti í kirkjugarðinum Mikið hefur verið rætt um stutta tilkynningu Karls nokkurs Albrecht sem birtist í fréttablaðinu Abendblatt fyrr í vikunni. Karl vildi koma því á framfæri að hann væri fluttur og að öllum væri boðið í innflutningsteiti. Karl lést í síðasta mánuði. Teitið mun fara fram í kirkjugarðinum. 10.5.2012 21:30 Færri snúa aftur í fangelsin hér en á Norðurlöndunum "Við erum svo heppin með það að 76 prósent af þeim sem losna úr fangelsum hér á landi eru ekki búnir að fá nýjan dóm eftir 2 ár. Hlutfallið er miklu hærra á hinum Norðurlöndunum,“ segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun. 10.5.2012 20:31 Hafnar tölum um efnahagsskaða - orkan selst ekki Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. 10.5.2012 19:00 Var níu daga í fangelsi á Suðurnesjum Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. 10.5.2012 18:42 Sjálfstýrður bíll frá Google „Það er töluvert síðan að þessi tækni kom til sögunnar. Menn hafa verið að gera þetta hver í sínu horni en nú eru menn farnir að keyra þetta meira saman," segir Ólafur Guðmundsson hjá FÍB, um nýja sjálfstýrða bílinn frá Google, í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 10.5.2012 17:54 Boðar byltingu í rappinu - segir strákunum að passa sig Nadia boðar til byltingar í rappheimum á Íslandi. Hún er að senda frá sér sitt fyrsta rapplag þar sem hún beinir því til rappara sem ala á kvenfyrirlitningu, að passa sig. 10.5.2012 16:38 Verða glæsileg í Aserbaídsjan Þau Gréta Salóme og Jónsi verða glæsileg á sviðinu í Aserbaídsjan eftir rúmar tvær vikur en þau opinberuðu í dag fatnaðinn sem þau ætla að klæðast. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag eiga þær Rebekka Ingimundardóttir og Elma Bjarney Guðmundsdóttir heiðurinn að klæðaburði íslenska hópsins í ár. Vinir Sjonna, sem kepptu í Eurovision í fyrra, tóku lagið þegar fatnaðurinn var kynntur í dag. Þetta var síðasti viðburðurinn sem þau Greta Salóme og Jónsi tóku þátt í en þau halda af stað til Aserbaídsjan á laugardaginn. 10.5.2012 16:34 Karl Bretaprins fór með veðurfréttir Vafalaust hafa nokkrir rekið upp stór augu þegar Karl Bretaprins, ríkisarfi að bresku krúnunni, birtist á sjónvarpsskjám Breta nýverið. 10.5.2012 14:51 Heiðar Már stefnir Seðlabankanum - mál gegn Heiðari fellt niður Bæði ríkissaksóknari og sérstakur saksóknari hafa fellt niður rannsókn máls á hendur fyrirtæki í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, sem hafin var af Seðlabanka Íslands. Heiðar Már fullyrðir að rannsóknin hafi orðið til þess að hann var útilokaður frá viðskiptum með hlutafé í vátryggingafélaginu Sjóvá Almennum tryggingum hf. 10.5.2012 14:30 Í lagi að hjólreiðamenn séu á akbrautum Vegfarendur á hjóli hafa fullan rétt á að vera á akbrautum, segir í orðsendingu sem Umferðarstofa hefur sent fjölmiðlum vegna þeirra fullyrðinga Áreksturs.is að hjólreiðamenn hafi valdið árekstrum í umferðinni. Árekstur.is fullyrti í morgun að hjólreiðamenn ættu ekki að vera á akbrautum. 10.5.2012 14:18 Tala látinna hækkar í Damaskus Tala látinna í kjölfar sjálfsmorðssprengjuárása í sýrlensku borginni Damaskus fer hækkandi. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Sýrlands létust að minnsta kosti 55 í tilræðinu og rúmlega 370 særðust, margir alvarlega. 10.5.2012 14:04 Karlmenn verði 10% leikskólastarfsmanna árið 2050 Stefna á að því að karlmenn verði 10% starfsmanna á leikskólum árið 2050, samkvæmt tillögum um aðgerðir til að efla leikskólastigið. Tillögurnar voru unnar af starfshóp á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Markmiðum er skipt niður í langtíma- og skammtímamarkmið. 10.5.2012 13:07 Íslensk hjón bíða eftir barni í Kólumbíu Íslensk hjón hafa dvalið í Kólumbíu í rúma fjóra mánuði og beðið eftir að ættleiða kólumbískt barn. Ættleiðingin hefur dregist úr hófi fram og hafa íslensk yfirvöld blandað sér í málið. 10.5.2012 12:45 Gera athugasemdir við að Geysissvæðið fari í verndarflokk Eigendur Geysis í Haukadal gera verulegar athugasemdir við að Geysissvæðið skuli sett í verndarflokk í rammaáætlun án samráðs við landeigendur og segja það skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Þeir segjast geta haft tugi milljóna í árlegar tekjur með því að leigja orkuauðlindina. 10.5.2012 12:15 Veðurstofan varar við kuldakasti um helgina Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á slæmri veðurspá fyrir nk. sunnudag og mánudag. Ferðafólki, bændum, sjómönnum og öðrum sem eru háðir veðri í leik og starfi er bent á að gera viðeigandi ráðstafanir. 10.5.2012 12:10 Rétt að endurskoða reglur og siði um komu flóttamanna Ögmundur Jónassson, innanríkisráðherra, telur rétt að endurskoða reglur og siði varðandi komu flóttamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í morgun þegar rætt var um alsírsku drengina sem voru handteknir á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þingmaður Samfylkingarinnar dregur í efa að barnaverndarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið virtur í málinu. 10.5.2012 12:00 Hryðjuverk í Damascus - 40 látnir Mikið öngþveiti ríkir í Damascus, höfuðborg Sýrlands, eftir að tvær sprengjur sprungu í borginni í morgun. Að minnsta kosti 40 létust í sprengingunum og um 170 særðust, margir hverjir alvarlega. 10.5.2012 11:45 Rekja umferðaróhöpp til hjólreiðafólks Í gær voru tilkynnt til arekstur.is á annan tug óhappa þar af voru tvö umferðaróhöpp sem urðu vegna umferðar hjólreiðafólks. 10.5.2012 11:44 Óljóst hvenær Björk byrjar að syngja á ný Alveg óljóst er hvenær Björk Guðmundsdóttir mun geta sungið opinberlega að nýju, segir Guðmundur Gunnarsson faðir hennar. Björk hefur verið í hvíld frá tónleikahaldi að undanförnu að læknisráði en læknar fundu hnúð á raddböndum hennar. 10.5.2012 10:34 "Bryggjuball“ á Djúpavogi Óvænt vertíðarstemmning ríkir nú á Djúpavogi og komu um það bil 40 strandveiðibátar þangað til hafnar að loknum veiðidegi í gærkvöldi. 10.5.2012 10:14 Sóttu slasaðan vélhjólamann Maður féll af vélhjóli í grennd við Kleifarvatn um ellefu leitið í gærkvköldi, og meiddist í fallinu. Þetta gerðist á slóða í nokkurri fjarlægð frá þjóðveginum. 10.5.2012 10:03 Lögðu fram nýja lögbannskröfu Hagsmunasamtök heimilanna og talsmaður neytenda lögðu í gær fram nýja lögbannskröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík, þar sem farið er fram á að stöðvuð verði öll innheimta greiðsluseðla áður gengistryggðra lána. Sýslumaður hafnaði lögbannskröfu þessa efnis þann 27. apríl síðastliðinn á þeim forsendum að hún væri ekki nægilega skýrt afmörkuð. 10.5.2012 09:42 Lentu í sjálfheldu í Ingólfsfjalli Karl og kona lentu í gærkvöldi í sjálfheldu í svonefndu Silfurbergi í suðvesturhorni Ingólfsfjalls, gengt Kögunarhóli. 10.5.2012 08:11 Ólympíuloginn tendraður Kveikt verður í Ólympíukyndlinum við hátíðlega athöfn í borginni Ólympíu í Grikklandi síðar í dag. Síðan verður hlaupið með logann í boðhlaupi um allt Grikkland uns hann verður fluttur til Bretlands. 10.5.2012 08:04 Fundu brak rússneskrar farþegaþotu Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa fundið brakið af rússneskri farþegaþotu sem fórst í landinu í gær. Vélin, sem kallast Sukhoi Superjet hvarf af radar fimmtíu mínútum eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta en vélin var í stuttu kynningarflugi með um fimmtíu manns innanborðs. 10.5.2012 08:00 Risafugl á flugi yfir Reykjanesbæ Mjög sérstætt skýjafar sást víða af Reykjanesi um ellefu leytið í gærkvöldi, þegar skýjaslæða á annars heiðum himni tók á sig hinar ýmsu kynjamyndir. 10.5.2012 07:07 Björk sögð aflýsa tónleikum í sumar - líka Hróarskeldu Söngkonan Björk hefur aflýst öllum tónleikum sínum fram eftir sumri, en til stóð að hún kæmi meðal annars fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku og stórum hátíðum á Spáni og í Portúgal. 10.5.2012 07:01 Pútín mætir ekki á G8 fundinn Vladimir Putin, sem aftur er kominn á forsetastól í Kreml, ætlar ekki að mæta á G8 fundinn síðar í þessum mánuði þar sem helstu leiðtogar heimsins hittast og ráða ráðum sínum. Pútin hefur tilkynnt Obama bandaríkjaforseta þessa ákvörðun sína en hann segist eiga of annríkt þar sem hann sé að leggja ráðherrakapalinn í ríkisstjórn Rússlands. 10.5.2012 11:43 Sjá næstu 50 fréttir
Laumufarþegi gómaður Fimm karlmenn, líklega allir hælisleitendur, reyndu að lauma sér um borð í Reykjafoss í Sundahöfn laust fyrir miðnæti, en skipið var að leggja af stað vestur um haf. Lögregla var kvödd á vettvang og náði einum, en hinir komust undan. Hann var skilríkjalaus en með nesti og vatn á sér, til ferðarinnar. Hann er vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag með aðstoð túlks. Ekkert er frekar vitað um ferðir hinna 11.5.2012 08:30
Vill ómerkja dóm vegna vanhæfis dómara Sérstakur saksóknari vill að Hæstiréttur ógildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Exeter-máli vegna vanhæfis eins dómarans sem myndaði meirihluta í málinu á neðra dómsstigi. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Hæstarétti í morgun. 11.5.2012 08:30
Grikkir reyna til þrautar Grískir stjórnmálamenn reyna nú til þrautar að koma á starfhæfri ríkisstjórn í landinu. Leiðtogi jafnaðarmanna, Evangelos Venizelos hittir leiðtoga hægriflokksins, Antonis Samaras á fundi í dag þar sem freista á þess að mynda samsteypustjórn. 11.5.2012 08:28
Lögreglan greip unglinga með stolin neyðarblys Neyðarblysi var skotið úr Gróttu um klukkan hálf fjögur í nótt og bárust lögreglu þónokkrar tilkynningar um það. Starfsmenn vaktstöðvar siglinga og Gæslunnar hófu þegar eftirgrennslan hjá skipum á Faxaflóa og lögreglan fór út í Gróttu, þar sem hún fann nokkra tvo unglinga, 15 og 18 ára , sem voru með rauð neyðarblys í fórum sínum. 11.5.2012 08:24
Björk mætir á Hróarskeldu eftir allt saman Björk Guðmundsdóttir ætlar að syngja á Hróarskelduhátíðnni en í gær var greint frá því að hún þyrfti að aflýsa fjölda tónleika í sumar vegna þess að hnúður sé á raddböndum hennar. 11.5.2012 08:23
Höfum ekki stöðvað neitt mál Gera ætti róttækar breytingar á þingsköpum til að koma betri reglu á þingstörfin, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir Stíg Helgasyni þó að staðan á Alþingi núna sé alfarið stjórnarflokkunum að kenna. 11.5.2012 08:15
Málflutningur í Exeter-málinu Málflutningur í Exetermálinu svonefnda fer fram í dag í Hæstarétti. Málið snýst um meint umboðssvik vegna útlána Byr sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. 11.5.2012 08:07
Endurskoða reglur um hælisleitendur UNICEF hvatti stjórnvöld í gær til þess að virða Barnasáttmála og Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, vegna máls tveggja alsírskra hælisleitenda sem dæmdir voru fyrir skjalafals. Innanríkisráðherra boðar endurskoðuð lög í haust. 11.5.2012 08:00
Ólafur Ragnar um eiturlyfjavandann: Einfaldar aðferðir duga best Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir ekki mjög flókið verk að uppræta eiturlyfjavandann. Forsetinn er staddur á Írlandi þar sem hann tók þátt í ráðstefnu sem bar yfirskriftina "Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum" en hann fékk sérstaka viðurkenningu á ráðstefnunni fyrir vel unnin störf í þágu ungmenna. 11.5.2012 07:40
Kirkjan sætti meira aðhaldi fyrir mistök Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir mistök hafa verið gerð varðandi fjárúthlutanir til þjóðkirkjunnar og annarra skráðra trúfélaga landsins. Ríkið hefur ekki greitt neinar verðbætur með úthlutunum sóknargjalda síðan eftir bankahrunið, eins og gilt hefur hjá öðrum opinberum stofnunum. 11.5.2012 07:00
Telja lögfræðing Orkustofnunar vanhæfan Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, er vanhæfur til að fjalla um virkjanahugmyndir rammaáætlunar. 11.5.2012 06:00
Orð Baracks Obama vekja sterk viðbrögð Stuðningsyfirlýsing Bandaríkjaforseta við hjónabönd samkynhneigðra hefur vakið sterk viðbrögð víða um heim, bæði þeirra sem eru sammála honum og hinna sem eru andvígir. Víða sæta samkynhneigðir enn harðri andstöðu. 11.5.2012 05:30
Mannskæðasta árás frá byrjun Tvær sprengjuárásir sjálfsvígsmanna kostuðu að minnsta kosti 55 manns lífið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Nærri 400 manns eru særðir. 11.5.2012 04:30
Jörðin í áður óséðu ljósi Rússneska geimferðastofnunin hefur birt eina nákvæmustu mynd sem tekin hefur verið af Jörðinni. Ljósmyndin er 121 megapixlar — sem þýðir að hver myndeining er kílómetri að lengd. 10.5.2012 23:45
Sérkennilegur fæðingarblettur kom fjölskyldu til bjargar Eftir að hafa betlað árum saman á götum Lashgar Gah í Afganistan hefur hinn níu ára gamli Gran nú fengið nokkur hundruð þúsund krónur í gjöf frá velunnurum. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til heldur sérstaks fæðingarbletts á síðu piltsins. 10.5.2012 22:30
Svavar Örn ánægður - slaufan á Jónsa samt eins og smekkur "Mér líst alveg rosalega vel á þau. Þetta er fallegt og þjóðlegt og það er gaman að sjá að það er engin flugeldasýning í gangi," segir Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslumaður og tískulögga, um klæðnað Jónsa og Grétu Salóme sem keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fer í Aserbaídsjan eftir rúmar tvær vikur. 10.5.2012 21:35
Vart hugað líf eftir að hafa bjargað eiganda sínum Bolabítur í Massachusetts í Bandaríkjunum bjargaði eiganda sínum frá því að verða fyrir lest fyrr í vikunni. Konan slasaðist ekki en hundurinn er hins vegar stórslasaður og vart hugað líf. 10.5.2012 23:30
Sá hlær best sem síðast hlær — Innflutningsteiti í kirkjugarðinum Mikið hefur verið rætt um stutta tilkynningu Karls nokkurs Albrecht sem birtist í fréttablaðinu Abendblatt fyrr í vikunni. Karl vildi koma því á framfæri að hann væri fluttur og að öllum væri boðið í innflutningsteiti. Karl lést í síðasta mánuði. Teitið mun fara fram í kirkjugarðinum. 10.5.2012 21:30
Færri snúa aftur í fangelsin hér en á Norðurlöndunum "Við erum svo heppin með það að 76 prósent af þeim sem losna úr fangelsum hér á landi eru ekki búnir að fá nýjan dóm eftir 2 ár. Hlutfallið er miklu hærra á hinum Norðurlöndunum,“ segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun. 10.5.2012 20:31
Hafnar tölum um efnahagsskaða - orkan selst ekki Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. 10.5.2012 19:00
Var níu daga í fangelsi á Suðurnesjum Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. 10.5.2012 18:42
Sjálfstýrður bíll frá Google „Það er töluvert síðan að þessi tækni kom til sögunnar. Menn hafa verið að gera þetta hver í sínu horni en nú eru menn farnir að keyra þetta meira saman," segir Ólafur Guðmundsson hjá FÍB, um nýja sjálfstýrða bílinn frá Google, í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 10.5.2012 17:54
Boðar byltingu í rappinu - segir strákunum að passa sig Nadia boðar til byltingar í rappheimum á Íslandi. Hún er að senda frá sér sitt fyrsta rapplag þar sem hún beinir því til rappara sem ala á kvenfyrirlitningu, að passa sig. 10.5.2012 16:38
Verða glæsileg í Aserbaídsjan Þau Gréta Salóme og Jónsi verða glæsileg á sviðinu í Aserbaídsjan eftir rúmar tvær vikur en þau opinberuðu í dag fatnaðinn sem þau ætla að klæðast. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag eiga þær Rebekka Ingimundardóttir og Elma Bjarney Guðmundsdóttir heiðurinn að klæðaburði íslenska hópsins í ár. Vinir Sjonna, sem kepptu í Eurovision í fyrra, tóku lagið þegar fatnaðurinn var kynntur í dag. Þetta var síðasti viðburðurinn sem þau Greta Salóme og Jónsi tóku þátt í en þau halda af stað til Aserbaídsjan á laugardaginn. 10.5.2012 16:34
Karl Bretaprins fór með veðurfréttir Vafalaust hafa nokkrir rekið upp stór augu þegar Karl Bretaprins, ríkisarfi að bresku krúnunni, birtist á sjónvarpsskjám Breta nýverið. 10.5.2012 14:51
Heiðar Már stefnir Seðlabankanum - mál gegn Heiðari fellt niður Bæði ríkissaksóknari og sérstakur saksóknari hafa fellt niður rannsókn máls á hendur fyrirtæki í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, sem hafin var af Seðlabanka Íslands. Heiðar Már fullyrðir að rannsóknin hafi orðið til þess að hann var útilokaður frá viðskiptum með hlutafé í vátryggingafélaginu Sjóvá Almennum tryggingum hf. 10.5.2012 14:30
Í lagi að hjólreiðamenn séu á akbrautum Vegfarendur á hjóli hafa fullan rétt á að vera á akbrautum, segir í orðsendingu sem Umferðarstofa hefur sent fjölmiðlum vegna þeirra fullyrðinga Áreksturs.is að hjólreiðamenn hafi valdið árekstrum í umferðinni. Árekstur.is fullyrti í morgun að hjólreiðamenn ættu ekki að vera á akbrautum. 10.5.2012 14:18
Tala látinna hækkar í Damaskus Tala látinna í kjölfar sjálfsmorðssprengjuárása í sýrlensku borginni Damaskus fer hækkandi. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Sýrlands létust að minnsta kosti 55 í tilræðinu og rúmlega 370 særðust, margir alvarlega. 10.5.2012 14:04
Karlmenn verði 10% leikskólastarfsmanna árið 2050 Stefna á að því að karlmenn verði 10% starfsmanna á leikskólum árið 2050, samkvæmt tillögum um aðgerðir til að efla leikskólastigið. Tillögurnar voru unnar af starfshóp á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Markmiðum er skipt niður í langtíma- og skammtímamarkmið. 10.5.2012 13:07
Íslensk hjón bíða eftir barni í Kólumbíu Íslensk hjón hafa dvalið í Kólumbíu í rúma fjóra mánuði og beðið eftir að ættleiða kólumbískt barn. Ættleiðingin hefur dregist úr hófi fram og hafa íslensk yfirvöld blandað sér í málið. 10.5.2012 12:45
Gera athugasemdir við að Geysissvæðið fari í verndarflokk Eigendur Geysis í Haukadal gera verulegar athugasemdir við að Geysissvæðið skuli sett í verndarflokk í rammaáætlun án samráðs við landeigendur og segja það skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Þeir segjast geta haft tugi milljóna í árlegar tekjur með því að leigja orkuauðlindina. 10.5.2012 12:15
Veðurstofan varar við kuldakasti um helgina Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á slæmri veðurspá fyrir nk. sunnudag og mánudag. Ferðafólki, bændum, sjómönnum og öðrum sem eru háðir veðri í leik og starfi er bent á að gera viðeigandi ráðstafanir. 10.5.2012 12:10
Rétt að endurskoða reglur og siði um komu flóttamanna Ögmundur Jónassson, innanríkisráðherra, telur rétt að endurskoða reglur og siði varðandi komu flóttamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í morgun þegar rætt var um alsírsku drengina sem voru handteknir á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þingmaður Samfylkingarinnar dregur í efa að barnaverndarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið virtur í málinu. 10.5.2012 12:00
Hryðjuverk í Damascus - 40 látnir Mikið öngþveiti ríkir í Damascus, höfuðborg Sýrlands, eftir að tvær sprengjur sprungu í borginni í morgun. Að minnsta kosti 40 létust í sprengingunum og um 170 særðust, margir hverjir alvarlega. 10.5.2012 11:45
Rekja umferðaróhöpp til hjólreiðafólks Í gær voru tilkynnt til arekstur.is á annan tug óhappa þar af voru tvö umferðaróhöpp sem urðu vegna umferðar hjólreiðafólks. 10.5.2012 11:44
Óljóst hvenær Björk byrjar að syngja á ný Alveg óljóst er hvenær Björk Guðmundsdóttir mun geta sungið opinberlega að nýju, segir Guðmundur Gunnarsson faðir hennar. Björk hefur verið í hvíld frá tónleikahaldi að undanförnu að læknisráði en læknar fundu hnúð á raddböndum hennar. 10.5.2012 10:34
"Bryggjuball“ á Djúpavogi Óvænt vertíðarstemmning ríkir nú á Djúpavogi og komu um það bil 40 strandveiðibátar þangað til hafnar að loknum veiðidegi í gærkvöldi. 10.5.2012 10:14
Sóttu slasaðan vélhjólamann Maður féll af vélhjóli í grennd við Kleifarvatn um ellefu leitið í gærkvköldi, og meiddist í fallinu. Þetta gerðist á slóða í nokkurri fjarlægð frá þjóðveginum. 10.5.2012 10:03
Lögðu fram nýja lögbannskröfu Hagsmunasamtök heimilanna og talsmaður neytenda lögðu í gær fram nýja lögbannskröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík, þar sem farið er fram á að stöðvuð verði öll innheimta greiðsluseðla áður gengistryggðra lána. Sýslumaður hafnaði lögbannskröfu þessa efnis þann 27. apríl síðastliðinn á þeim forsendum að hún væri ekki nægilega skýrt afmörkuð. 10.5.2012 09:42
Lentu í sjálfheldu í Ingólfsfjalli Karl og kona lentu í gærkvöldi í sjálfheldu í svonefndu Silfurbergi í suðvesturhorni Ingólfsfjalls, gengt Kögunarhóli. 10.5.2012 08:11
Ólympíuloginn tendraður Kveikt verður í Ólympíukyndlinum við hátíðlega athöfn í borginni Ólympíu í Grikklandi síðar í dag. Síðan verður hlaupið með logann í boðhlaupi um allt Grikkland uns hann verður fluttur til Bretlands. 10.5.2012 08:04
Fundu brak rússneskrar farþegaþotu Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa fundið brakið af rússneskri farþegaþotu sem fórst í landinu í gær. Vélin, sem kallast Sukhoi Superjet hvarf af radar fimmtíu mínútum eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta en vélin var í stuttu kynningarflugi með um fimmtíu manns innanborðs. 10.5.2012 08:00
Risafugl á flugi yfir Reykjanesbæ Mjög sérstætt skýjafar sást víða af Reykjanesi um ellefu leytið í gærkvöldi, þegar skýjaslæða á annars heiðum himni tók á sig hinar ýmsu kynjamyndir. 10.5.2012 07:07
Björk sögð aflýsa tónleikum í sumar - líka Hróarskeldu Söngkonan Björk hefur aflýst öllum tónleikum sínum fram eftir sumri, en til stóð að hún kæmi meðal annars fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku og stórum hátíðum á Spáni og í Portúgal. 10.5.2012 07:01
Pútín mætir ekki á G8 fundinn Vladimir Putin, sem aftur er kominn á forsetastól í Kreml, ætlar ekki að mæta á G8 fundinn síðar í þessum mánuði þar sem helstu leiðtogar heimsins hittast og ráða ráðum sínum. Pútin hefur tilkynnt Obama bandaríkjaforseta þessa ákvörðun sína en hann segist eiga of annríkt þar sem hann sé að leggja ráðherrakapalinn í ríkisstjórn Rússlands. 10.5.2012 11:43