Innlent

Breytingar á stjórnarráðinu samþykktar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði tillöguna fram.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði tillöguna fram.
Alþingi samþykkti með 28 atkvæðum gegn 21 þingsályktunartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á skiptingu ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fyrirhugaðar breytingar á Stjórnarráði Íslands fela í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Með þessari breytingu fækkar ráðuneytum úr tíu í átta. Forsætisráðherra mun gera tillögur um breytingarnar við forseta Íslands í samræmi við stjórnarskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×