Innlent

"Tímabært að nei-sinnar hætti að væla"

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland. fréttablaðið/anton
„Það er orðið löngu tímabært að nei-sinnar hætti að væla yfir því að hér sé skapaður vettvangur fyrir opna umræðu um ESB og taki efnislega þátt í henni í stað þess að eyða öllu púðrinu í að reyna að koma í veg fyrir að almenningur fái að kjósa um hvort gengið verður í ESB eða ekki." Þetta segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland.

Bryndís gagnrýnir harðlega ummæli Brynju Bjargar Halldórsdóttur, talskonu Ísafoldar, samtaka ungs fólks gegn aðild að Evrópusambandinu, sem hún lét falla í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag um að fyrirhuguð hátíðarhöld Evrópustofu vegna afmælis ESB væru óviðeigandi. Þá hún benti hún á viðkvæma stöðu aðildaviðræða Íslands og Evrópusambandsins í þeim efnum.

Hún telur að hátíðarhöldin, sem kostuð eru af ESB, séu óviðeigandi inngrip í pólitíska umræðu hér landi. En Bryndís er á öðru máli: „Eðlilegra væri að þau tæki þátt í umræðunni í stað þess að reyna að koma í veg fyrir að hún eigi sér stað."

Þá segir Bryndís að erfitt sé að greina á milli hvort að „nei-sinnar" óttist meira umræðuna sjálfa eða það að fólkið í landinu fái að ráða því sjálft hvort að gengið verður ESB eða ekki.


Tengdar fréttir

Ísafold gagnrýnir hátíðarhöld Evrópustofu

„Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og okkur finnst óeðlilegt að Evrópustofa sé að hafa áhrif á stjórnmál hér á landi." Þetta segir Brynja Björg Halldórsdóttir, talskona Ísafoldar. Brynja var í gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún ræddi þar um fyrirhuguð hátíðarhöld Evrópustofu vegna afmælis Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×