Erlent

Skattar vegna gjafa til lækna

Læknar í Danmörku hafa þegið gjafir lyfjafyrirtækja.
Læknar í Danmörku hafa þegið gjafir lyfjafyrirtækja.
Af þeim 32 lyfja- og hjálpartækjafyrirtækjum sem dönsk skattayfirvöld hafa rannsakað eiga alls 29 von á að þurfa að greiða 50 milljónir danskra króna, jafngildi rúms milljarðs íslenskra króna, í skatt vegna gjafa til lækna, að því er segir á fréttavefnum bt.dk. Fulltrúi skattayfirvalda, Rasmus Andersen, segir fyrirtækin hafa reynt að komast hjá skattgreiðslum þegar þau buðu læknum með á ráðstefnur á lúxushótelum.

Andersen tekur sem dæmi ráðstefnur fyrir lækna á lúxushótelum í Dubai með gistingu og kvöldverði án endurgjalds. Í sumum tilfellum hafi læknarnir einnig fengið leyfi til þess að hafa maka með á kostnað lyfjafyrirtækjanna. Fyrirtækin geti einungis dregið frá kostnað vegna fyrirlesara. Af hinu verði þau að greiða skatt. Að sögn Andersens voru jafnframt mörg dæmi um að læknum hefðu verið gefnar gjafir.

Skattayfirvöld hafa ekki tekið ákvörðun um hvort skattar lækna og maka sem farið hafa með í lúxusferðirnar verði hækkaðir. -ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×