Fleiri fréttir Segir stjórnvöld sýna ættleiðingum lítinn áhuga Kona sem hefur beðið eftir að fá að ættleiða barn í tvö ár segist úrkulna vonar þar sem íslensk yfirvöld líti á málaflokkinn sem afgangsstærð. Hún segist sjálf þekkja til Íslendingar sem hafa misst af tækifærinu til að ættleiða vegna tregðu kerfisins. 16.4.2012 19:00 Sæbraut opin á ný Sæbraut hefur nú verið opnuð á ný en henni var lokað til suðurs frá Holtavegi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ástæða lokunarinnar umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog. 16.4.2012 18:30 Tvö prósent af vegafé fer til höfuðborgarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um samgöngumálin. Hann gagnrýnir stefnu ríkis og borgar í umferðaröryggismálum. 16.4.2012 17:26 Lýst eftir Erlu Díönu Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Erlu Díönu Jóhannsdóttur, sem er fædd 3.ágúst 1997. Erla er 14 ára, grannvaxin um 160 cm á hæð, dökkhærð. Hún er með rauðar gerfi hárstrípur. Erla hefur ekki komið heim til sín síðan á laugardag. 16.4.2012 15:59 Birgitta hittir Dalai Lama Birgitta Jónsdóttir mun hitta leiðtoga Tíbets, Dalai Lama, í næstu viku að sögn Þórs Saari sem sagði í óundirbúnum fyrirspurnum í dag að Hreyfingin undirbyggi að leggja fram þingsályktunartillögu á morgun eða hinn þar sem málefni Tíbets verða í forgrunni. 16.4.2012 15:52 Steingrímur J, Sigfússon: Ekki fara á taugum Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að þátttaka ESB í málshöfðun ESA gegn Íslandi, gefi ekki tilefni til þess að slíta viðræðum við Evrópusambandið. „Það er óþarfi að fara á taugum," bætti hann við þegar hann svaraði fyrirspurn Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem innti ráðherrann svara um pólitísk áhrif ákvörðunar sambandsins. 16.4.2012 15:37 Eftirlíking af byssu úr Star Wars gerð upptæk í tollinum "Þetta var nákvæm eftirlíking og það hafa greinilega einhverjir rauðir fánar farið á loft hjá þeim í tollinum,“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, starfsmaður í versluninni Nexus á Hverfisgötu. Tollverðir gerðu nákvæma eftirlíkingu af byssu upptæka þegar hún kom með sendingu til landsins á dögunum. Eftirlíkingin þótti of lík alvöru byssu. 16.4.2012 15:24 Jóna Lovísa: Vegið að fitness-íþróttinni "Mér finnst vegið að íþróttinni í þessari grein,“ segir Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og afrekskona í vaxtarækt og fitness. Hún hefur meðal annars sigrað bikar- og Íslandsmót í vaxtarrækt og fitness kvenna auk þess sem hún hefur notið velgengni á erlendum mótum. 16.4.2012 15:02 Stakk logandi pappír inn um bréfalúgu Logandi pappír var stungið inn um bréfalúgu í heimahúsi á Akranesi nú um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Húsráðendur urðu varir við reyk og slökktu eldinn sem var kominn í gólfteppi og mottu auk þess sem útidyrahurðin sviðnaði. Talsverður reykur var í íbúðinni og var slökkvilið kallað á vettvang til að reykræsta. Málið er í rannsókn. 16.4.2012 14:14 Fyrsta degi réttarhalda lokið - Breivik tjáir sig í fyrramálið Fyrsta degi réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik lauk í Osló eftir hádegið í dag. Í ræðu sinni sagði Geir Lippestad verjandi Breiviks að svo gæti farið að hann biðji um frestun sökum þess að saksóknari skilaði inn miklu magni gagna þremur dögum áður en réttarhöldin hófust. 16.4.2012 13:56 325 þúsund nöfn í málaskrá lögreglunnar Alls eru 325 þúsund nöfn einstaklinga skráð í málaskrá ríkislögreglustjóra sem annars kerfisbundna skráningu upplýsingar um lögreglumálefni. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurnum Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. 16.4.2012 13:53 Þjófóttar konur tóku börnin með í leiðangur Þrjár konur voru handteknar skömmu eftir hádegi á föstudag vegna gruns um þjófnað í versluninni Ozone við Austurveg á Selfossi. Konurnar höfðu verið á ferð í versluninni daginn áður og þá stolið fatnaði fyrir á annaðhundrað þúsund krónur að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi. 16.4.2012 11:30 Brenndi sig á sjóðandi heitum jarðvegi Kona rann til á aurblautum stíg í Grænadal, norðan við Hveragerði, og sökk ofan í svörðinn en þar undir reyndist jarðvegurinn sjóðandi heitur. 16.4.2012 11:22 Konur í fitness: Svefntruflanir og röskun á tíðarhring "Það kom manni kannski mest á óvart þessi andlegi þáttur sem stelpurnar þurftu að takast á við eftir á,“ segir Sigurður Kristján Nikulásson sem ásamt skólafélaga sínum, Sigurði Heiðari Höskuldssyni, könnuðu líkamleg og andleg áhrif undirbúnings og þátttöku kvenna í Íslandsmótinu í Fitness árið 2011. 16.4.2012 10:44 Krefjast Norðfjarðarganga án tafar Íbúar Fjarðabyggðar hafa hert baráttu sína fyrir Norðfjarðargöngum og í dag og næstu daga verður gengið í hvert hús í þessu stærsta sveitarfélagi Austurlands til að safna áskorunum til Alþingis og ríkisstjórnar um að hefja framkvæmdir nú þegar. 16.4.2012 00:00 Sæbraut lokuð eftir umferðarslys Sæbraut hefur verið lokað til suðurs frá Holtavegi í óákveðin tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ástæðan umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog. 16.4.2012 18:10 Bjóst við afsökunarbeiðni frá Alistair Darling "Þetta var einstaklega erfið ákvörðun, sérstaklega í fyrsta skiptið,“ sagið Ólafur Ragnar Grímsson forseti í ítarlegu viðtali við Buisness Insider þegar hann lýsti því hversu erfitt það hefði verið að hafna fyrri lögunum um Icesave. Hann segir í viðtalinu að hann hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi frá Evrópu um að samþykkja lögin sem og eigin þjóð. 16.4.2012 13:29 Vél Iceland Express þurfti að lenda á Stansted Flugvél Iceland Express sem lenda átti á Gatwick flugvelli í Lundúnum 12:10 að íslenskum tíma varð að lenda á Stansted flugvelli vegna nauðlendingar Virgin vélarinnar sem varð til þess að flugvellinum hefur verið lokað. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að níutíu og níu farþegar séu um borð í flugvél Iceland Express sem bíður nú færis á að komast á Gatwick. 16.4.2012 13:25 Þurfti að nauðlenda á Gatwick Öllum flugum á Gatwick-flugvellinum í London í dag hefur verið aflýst um tíma eftir að flugvél á vegum flugfélagsins Virgin þurfti að nauðlenda á vellinum fyrir stundu vegna tæknilegra vandamála. Um 300 manns voru í vélinni og 13 áhafnarmeðlimir. Að sögn flugfélagsins ákvað flugstjórinn að koma inn til lendingar í öryggisskyni en ekki er ljóst hvað bilaði. Öllum flugbrautum hefur verið lokað og má búast við seinkunum á vellinum í dag. Flugvél á vegum Iceland Express sem átti að fara í loftið frá Gatwick kl. hálf tvö seinkar eitthvað vegna þessa. 16.4.2012 13:23 Stefna á að lækka útsvarið á Seltjarnarnesinu Með samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsmanna Seltjarnarnesbæjar varð reksturinn árið 2011 mun betri en árið á undan að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Þar segir að reikningar bæjarins fyrir nýliðið ár gera ráð fyrir afgangi upp á 93 m.kr. en sambærileg tala fyrir árið 2010 var 1 m.kr. 16.4.2012 11:41 Laugardalslaug lokuð næstu daga Laugardalslaug er lokuð í dag og næstu tvo daga vegna endurbóta. Laugin opnar á ný á sumardaginn fyrsta, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 16.4.2012 11:27 Konan sem lenti í köfunarslysinu við góða heilsu Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum í síðustu viku, er nú við góða heilsu samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Konna, sem er kanadísk, fipaðist við köfun og sökk til botns í gjánni, og endaði á um 14 metra dýpi. 16.4.2012 11:14 Breivik grét í dómsal - myndband Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik grét í dómsal í dag en réttarhöldin yfir honum hófust í morgun. Hann felldi ekki tárin vegna samvisku eða eftirsjár vegna fjöldamorðanna í Útey heldur spilaði saksóknarinn í málinu áróðursmyndband sem hann útbjó stuttu fyrir voðaverkin. Norskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið svo stoltur af myndbandinu þar sem hann lýsir öfgafullum skoðunum sínum að hann hafi ekki getað haldið aftur tárunum. Breivik lýsti sig sekan um öll 77 morðin en þeim var lýst ítarlega í dómsal í morgun. 16.4.2012 10:46 Grunaðir raðmorðingjar handteknir Lögreglan í Frakklandi hefur nú handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að fjórum morðum sem framin voru í landinu. Talið er að um raðmorðingja sé að ræða en fyrsta morðið var framið í nóvember í fyrra og það fjórða í byrjun þessa mánaðar. 16.4.2012 10:42 Ætla að byggja dómkirkju úr pappa Í bígerð er að byggja 25 metra háa dómkirkju í Nýsálensku borginni Christchurch en sú sem fyrir var í borginni eyðilagðist í jarðskjálftanum í fyrra. Nýja kirkjan verður 25 metrar á hæð og með sæti fyrir 700 manns. 16.4.2012 10:40 Bréfdúfur í kappflugi landshorna á milli „Þetta er bara eins og hvert annað áhugamál,“ segir Eiríkur Ingi Kristinsson, bréfdúfnabóndi í Mosfellsbæ. „Ég var í þessu sem ungur strákur og byrjaði aftur núna á fertugsaldri.“ Hann segist hafa haft aðstöðu í garðinum heima hjá sér sem barn. „Það var annar hver krakki með dúfur fyrir svona 30 árum,“ bendir hann á. 16.4.2012 10:00 Pippa Middleton í alvarlegum vandræðum í París Pippa Middleton, systir Kate eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, hefur verið yfirheyrð af frönsku lögreglunni og á yfir höfði sér handtöku og ákæru vegna atburðar sem gerðist á götu í París í gærdag. 16.4.2012 09:14 Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. 16.4.2012 09:00 Ríkið ætlar að veita aukið fjármagn í Íbúðalánasjóð Stjórnvöld stefna enn að því að leggja Íbúðalánasjóði til aukið eigið fé svo að eiginfjárhlutfall hans verði að lágmarki 5 prósent. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Til þess þarf sjóðurinn að fá um tíu milljarða króna. Ekki hefur verið ákveðið hvenær féð verður lagt til en Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði að rætt hafi verið um að eiginfjárframlagið yrði reitt fram á þessu ári. Á fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir auknu framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði. 16.4.2012 09:00 Breivik heilsaði réttinum með fasistakveðju Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik heilsaði með fastistakveðju þegar hann mætti í dómsalinn í Osló þar sem réttarhöldin yfir honum hófust í morgun. 16.4.2012 08:29 Fyrri ferð Herjólfs til Þorlákshafnar í dag Vegna ölduhæðar og óvissu um dýpi í Landeyjahöfn siglir Herjólfur að minnsta kosti fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Nú er ölduhæð í Landeyjahöfn 2.9 metrar og vindur 17 m/s. 16.4.2012 07:09 Nokkur íslensk fjölveiðiskip eru á kolmunnaveiðum Þó nokkur íslensk fjölveiðiskip eru nú á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum ásamt skipum frá Rúslandi og Færeyjum. 16.4.2012 06:59 Meðlimum Þjóðkirkunnar fækkar um 315 það sem af er ári Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkaði um 315 manns á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Á móti fjölgaði þeim sem voru nýskráðir utan trúfélaga um 168 manns. 16.4.2012 06:55 Fjögurra ára gömul stúlka fékk inngöngu í Mensaklúbbinn Heidi Hankins fjögurra ára gömul stúlka frá Hampshire í Englandi hefur fengið aðild að Mensaklúbbnum en allir meðlimir klúbbsins verða að vera með greindarvísitölu sem er yfir 150 stig. 16.4.2012 06:48 Bardagarnir í Kabúl stóðu yfir í 18 tíma Bardögum í Kabúl, höfuðborg Afganistan lauk ekki fyrr en um sjöleytið á mánudagsmorgun að staðartíma. Höfðu þeir þá staðið sleitulaust í eina 18 tíma eftir að Talibanar og skæruliðar þeim hliðhollir efndu til fjölda árása í Kabúl og víðar í landinu. 16.4.2012 06:46 Nokkrir jöklar hafa stækkað í Karakorum fjöllunum Nokkrir jöklar í Karakoram fjöllunum í Asíu hafa stækkað undanfarin áratug en þetta gengur þvert á það sem gerst hefur með flesta aðra jökla heimsins sem hafa minnkað. 16.4.2012 06:44 Fjórir fluttir á slysadeild eftir árekstur Fjórir voru fluttir á slysadeild Landsspíatlans, þar af tvö börn, eftir að tveir bílar, sem komu úr gagnstæðum áttum, skullu saman á Vesturlandsvegi á móts við Saltvíkurafleggjarann um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. 16.4.2012 06:40 Fyrstu lundarnir komnir til Eyja Fyrstu lundarnir komu til Vestmannaeyja um helgina, nánast á alveg sama tíma og undanfarin ár. 16.4.2012 06:39 Réttarhöldin yfir Breivik að hefjast, gífurleg öryggisgæsla Gífurleg öryggisgæsla er við dómshúsið í Osló en þar eru réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik um það bil að hefjast. 16.4.2012 06:33 Batamerki berast nú frá byggingarfulltrúa Byggingariðnaðurinn á höfuðborgarsvæðinu virðist vera byrjaður að rétta úr kútnum ef marka má ársskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík sem sýnir þrefalda aukningu á samþykktu byggingarmagni í borginni í fyrra miðað við árið 2010. 16.4.2012 06:00 Vopnahléið að leysast upp í ófrið Vopnahlé stríðandi fylkinga í Sýrlandi leystist upp í átök í gær einungis fjórum dögum eftir að því var lýst yfir. Stjórnarherinn skaut sprengjum á íbúðahverfi í borginni Homs þar sem stjórnarandstaðan ræður ríkjum. 16.4.2012 06:00 Breivik vill flytja nýja stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik vill lesa upp nýja stefnuyfirlýsingu þegar hann mætir fyrir rétt á morgun. Odd Gron, starfsmaður hjá Lippestad, verjanda Breiviks, segir að líklegast muni dómari banna honum að lesa hana upp. 15.4.2012 22:48 Mannhaf fagnaði áætlunarflugi til Húsavíkur Um þrjúhundruð manns mættu á Húsavíkurflugvöll nú síðdegis til að fagna fyrsta áætlunarflugi þangað eftir tólf ára hlé. Núverandi og fyrrverandi ráðherrar flugmála, þeir Ögmundur Jónasson og Kristján L. Möller, voru meðal farþega í þessu flugi sem forystumenn Þingeyinga vonast til að marki tímamót en þeir mættu með blóm, sem þeir færðu Herði Guðmundssyni og hans fólki hjá Flugfélaginu Erni. 15.4.2012 18:49 Bílslys við Saltvík Tveir bílar skullu saman á Kjalarnesi, rétt við Saltvík, á áttunda tímanum í kvöld. Alls voru fjórir í bílunum, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu. Þeir munu hafa sloppið án mikilla meiðsla. Umferð var takmörkuð eftir að slysið varð en hún er nú í eðlilegu horfi. 15.4.2012 20:00 Ingibjörg var í Kabúl þegar árásirnar voru gerðar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í Kabúl í Afganistan í dag þegar Talíbanar sprengdu sprengjur á fjórum stöðum í landinu. 15.4.2012 19:03 Sjá næstu 50 fréttir
Segir stjórnvöld sýna ættleiðingum lítinn áhuga Kona sem hefur beðið eftir að fá að ættleiða barn í tvö ár segist úrkulna vonar þar sem íslensk yfirvöld líti á málaflokkinn sem afgangsstærð. Hún segist sjálf þekkja til Íslendingar sem hafa misst af tækifærinu til að ættleiða vegna tregðu kerfisins. 16.4.2012 19:00
Sæbraut opin á ný Sæbraut hefur nú verið opnuð á ný en henni var lokað til suðurs frá Holtavegi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ástæða lokunarinnar umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog. 16.4.2012 18:30
Tvö prósent af vegafé fer til höfuðborgarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um samgöngumálin. Hann gagnrýnir stefnu ríkis og borgar í umferðaröryggismálum. 16.4.2012 17:26
Lýst eftir Erlu Díönu Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Erlu Díönu Jóhannsdóttur, sem er fædd 3.ágúst 1997. Erla er 14 ára, grannvaxin um 160 cm á hæð, dökkhærð. Hún er með rauðar gerfi hárstrípur. Erla hefur ekki komið heim til sín síðan á laugardag. 16.4.2012 15:59
Birgitta hittir Dalai Lama Birgitta Jónsdóttir mun hitta leiðtoga Tíbets, Dalai Lama, í næstu viku að sögn Þórs Saari sem sagði í óundirbúnum fyrirspurnum í dag að Hreyfingin undirbyggi að leggja fram þingsályktunartillögu á morgun eða hinn þar sem málefni Tíbets verða í forgrunni. 16.4.2012 15:52
Steingrímur J, Sigfússon: Ekki fara á taugum Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að þátttaka ESB í málshöfðun ESA gegn Íslandi, gefi ekki tilefni til þess að slíta viðræðum við Evrópusambandið. „Það er óþarfi að fara á taugum," bætti hann við þegar hann svaraði fyrirspurn Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem innti ráðherrann svara um pólitísk áhrif ákvörðunar sambandsins. 16.4.2012 15:37
Eftirlíking af byssu úr Star Wars gerð upptæk í tollinum "Þetta var nákvæm eftirlíking og það hafa greinilega einhverjir rauðir fánar farið á loft hjá þeim í tollinum,“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, starfsmaður í versluninni Nexus á Hverfisgötu. Tollverðir gerðu nákvæma eftirlíkingu af byssu upptæka þegar hún kom með sendingu til landsins á dögunum. Eftirlíkingin þótti of lík alvöru byssu. 16.4.2012 15:24
Jóna Lovísa: Vegið að fitness-íþróttinni "Mér finnst vegið að íþróttinni í þessari grein,“ segir Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og afrekskona í vaxtarækt og fitness. Hún hefur meðal annars sigrað bikar- og Íslandsmót í vaxtarrækt og fitness kvenna auk þess sem hún hefur notið velgengni á erlendum mótum. 16.4.2012 15:02
Stakk logandi pappír inn um bréfalúgu Logandi pappír var stungið inn um bréfalúgu í heimahúsi á Akranesi nú um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Húsráðendur urðu varir við reyk og slökktu eldinn sem var kominn í gólfteppi og mottu auk þess sem útidyrahurðin sviðnaði. Talsverður reykur var í íbúðinni og var slökkvilið kallað á vettvang til að reykræsta. Málið er í rannsókn. 16.4.2012 14:14
Fyrsta degi réttarhalda lokið - Breivik tjáir sig í fyrramálið Fyrsta degi réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik lauk í Osló eftir hádegið í dag. Í ræðu sinni sagði Geir Lippestad verjandi Breiviks að svo gæti farið að hann biðji um frestun sökum þess að saksóknari skilaði inn miklu magni gagna þremur dögum áður en réttarhöldin hófust. 16.4.2012 13:56
325 þúsund nöfn í málaskrá lögreglunnar Alls eru 325 þúsund nöfn einstaklinga skráð í málaskrá ríkislögreglustjóra sem annars kerfisbundna skráningu upplýsingar um lögreglumálefni. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurnum Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. 16.4.2012 13:53
Þjófóttar konur tóku börnin með í leiðangur Þrjár konur voru handteknar skömmu eftir hádegi á föstudag vegna gruns um þjófnað í versluninni Ozone við Austurveg á Selfossi. Konurnar höfðu verið á ferð í versluninni daginn áður og þá stolið fatnaði fyrir á annaðhundrað þúsund krónur að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi. 16.4.2012 11:30
Brenndi sig á sjóðandi heitum jarðvegi Kona rann til á aurblautum stíg í Grænadal, norðan við Hveragerði, og sökk ofan í svörðinn en þar undir reyndist jarðvegurinn sjóðandi heitur. 16.4.2012 11:22
Konur í fitness: Svefntruflanir og röskun á tíðarhring "Það kom manni kannski mest á óvart þessi andlegi þáttur sem stelpurnar þurftu að takast á við eftir á,“ segir Sigurður Kristján Nikulásson sem ásamt skólafélaga sínum, Sigurði Heiðari Höskuldssyni, könnuðu líkamleg og andleg áhrif undirbúnings og þátttöku kvenna í Íslandsmótinu í Fitness árið 2011. 16.4.2012 10:44
Krefjast Norðfjarðarganga án tafar Íbúar Fjarðabyggðar hafa hert baráttu sína fyrir Norðfjarðargöngum og í dag og næstu daga verður gengið í hvert hús í þessu stærsta sveitarfélagi Austurlands til að safna áskorunum til Alþingis og ríkisstjórnar um að hefja framkvæmdir nú þegar. 16.4.2012 00:00
Sæbraut lokuð eftir umferðarslys Sæbraut hefur verið lokað til suðurs frá Holtavegi í óákveðin tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ástæðan umferðarslys við Sæbraut Skeiðarvog. 16.4.2012 18:10
Bjóst við afsökunarbeiðni frá Alistair Darling "Þetta var einstaklega erfið ákvörðun, sérstaklega í fyrsta skiptið,“ sagið Ólafur Ragnar Grímsson forseti í ítarlegu viðtali við Buisness Insider þegar hann lýsti því hversu erfitt það hefði verið að hafna fyrri lögunum um Icesave. Hann segir í viðtalinu að hann hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi frá Evrópu um að samþykkja lögin sem og eigin þjóð. 16.4.2012 13:29
Vél Iceland Express þurfti að lenda á Stansted Flugvél Iceland Express sem lenda átti á Gatwick flugvelli í Lundúnum 12:10 að íslenskum tíma varð að lenda á Stansted flugvelli vegna nauðlendingar Virgin vélarinnar sem varð til þess að flugvellinum hefur verið lokað. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að níutíu og níu farþegar séu um borð í flugvél Iceland Express sem bíður nú færis á að komast á Gatwick. 16.4.2012 13:25
Þurfti að nauðlenda á Gatwick Öllum flugum á Gatwick-flugvellinum í London í dag hefur verið aflýst um tíma eftir að flugvél á vegum flugfélagsins Virgin þurfti að nauðlenda á vellinum fyrir stundu vegna tæknilegra vandamála. Um 300 manns voru í vélinni og 13 áhafnarmeðlimir. Að sögn flugfélagsins ákvað flugstjórinn að koma inn til lendingar í öryggisskyni en ekki er ljóst hvað bilaði. Öllum flugbrautum hefur verið lokað og má búast við seinkunum á vellinum í dag. Flugvél á vegum Iceland Express sem átti að fara í loftið frá Gatwick kl. hálf tvö seinkar eitthvað vegna þessa. 16.4.2012 13:23
Stefna á að lækka útsvarið á Seltjarnarnesinu Með samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsmanna Seltjarnarnesbæjar varð reksturinn árið 2011 mun betri en árið á undan að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Þar segir að reikningar bæjarins fyrir nýliðið ár gera ráð fyrir afgangi upp á 93 m.kr. en sambærileg tala fyrir árið 2010 var 1 m.kr. 16.4.2012 11:41
Laugardalslaug lokuð næstu daga Laugardalslaug er lokuð í dag og næstu tvo daga vegna endurbóta. Laugin opnar á ný á sumardaginn fyrsta, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 16.4.2012 11:27
Konan sem lenti í köfunarslysinu við góða heilsu Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum í síðustu viku, er nú við góða heilsu samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Konna, sem er kanadísk, fipaðist við köfun og sökk til botns í gjánni, og endaði á um 14 metra dýpi. 16.4.2012 11:14
Breivik grét í dómsal - myndband Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik grét í dómsal í dag en réttarhöldin yfir honum hófust í morgun. Hann felldi ekki tárin vegna samvisku eða eftirsjár vegna fjöldamorðanna í Útey heldur spilaði saksóknarinn í málinu áróðursmyndband sem hann útbjó stuttu fyrir voðaverkin. Norskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið svo stoltur af myndbandinu þar sem hann lýsir öfgafullum skoðunum sínum að hann hafi ekki getað haldið aftur tárunum. Breivik lýsti sig sekan um öll 77 morðin en þeim var lýst ítarlega í dómsal í morgun. 16.4.2012 10:46
Grunaðir raðmorðingjar handteknir Lögreglan í Frakklandi hefur nú handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að fjórum morðum sem framin voru í landinu. Talið er að um raðmorðingja sé að ræða en fyrsta morðið var framið í nóvember í fyrra og það fjórða í byrjun þessa mánaðar. 16.4.2012 10:42
Ætla að byggja dómkirkju úr pappa Í bígerð er að byggja 25 metra háa dómkirkju í Nýsálensku borginni Christchurch en sú sem fyrir var í borginni eyðilagðist í jarðskjálftanum í fyrra. Nýja kirkjan verður 25 metrar á hæð og með sæti fyrir 700 manns. 16.4.2012 10:40
Bréfdúfur í kappflugi landshorna á milli „Þetta er bara eins og hvert annað áhugamál,“ segir Eiríkur Ingi Kristinsson, bréfdúfnabóndi í Mosfellsbæ. „Ég var í þessu sem ungur strákur og byrjaði aftur núna á fertugsaldri.“ Hann segist hafa haft aðstöðu í garðinum heima hjá sér sem barn. „Það var annar hver krakki með dúfur fyrir svona 30 árum,“ bendir hann á. 16.4.2012 10:00
Pippa Middleton í alvarlegum vandræðum í París Pippa Middleton, systir Kate eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, hefur verið yfirheyrð af frönsku lögreglunni og á yfir höfði sér handtöku og ákæru vegna atburðar sem gerðist á götu í París í gærdag. 16.4.2012 09:14
Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. 16.4.2012 09:00
Ríkið ætlar að veita aukið fjármagn í Íbúðalánasjóð Stjórnvöld stefna enn að því að leggja Íbúðalánasjóði til aukið eigið fé svo að eiginfjárhlutfall hans verði að lágmarki 5 prósent. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Til þess þarf sjóðurinn að fá um tíu milljarða króna. Ekki hefur verið ákveðið hvenær féð verður lagt til en Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði að rætt hafi verið um að eiginfjárframlagið yrði reitt fram á þessu ári. Á fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir auknu framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði. 16.4.2012 09:00
Breivik heilsaði réttinum með fasistakveðju Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik heilsaði með fastistakveðju þegar hann mætti í dómsalinn í Osló þar sem réttarhöldin yfir honum hófust í morgun. 16.4.2012 08:29
Fyrri ferð Herjólfs til Þorlákshafnar í dag Vegna ölduhæðar og óvissu um dýpi í Landeyjahöfn siglir Herjólfur að minnsta kosti fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Nú er ölduhæð í Landeyjahöfn 2.9 metrar og vindur 17 m/s. 16.4.2012 07:09
Nokkur íslensk fjölveiðiskip eru á kolmunnaveiðum Þó nokkur íslensk fjölveiðiskip eru nú á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum ásamt skipum frá Rúslandi og Færeyjum. 16.4.2012 06:59
Meðlimum Þjóðkirkunnar fækkar um 315 það sem af er ári Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkaði um 315 manns á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Á móti fjölgaði þeim sem voru nýskráðir utan trúfélaga um 168 manns. 16.4.2012 06:55
Fjögurra ára gömul stúlka fékk inngöngu í Mensaklúbbinn Heidi Hankins fjögurra ára gömul stúlka frá Hampshire í Englandi hefur fengið aðild að Mensaklúbbnum en allir meðlimir klúbbsins verða að vera með greindarvísitölu sem er yfir 150 stig. 16.4.2012 06:48
Bardagarnir í Kabúl stóðu yfir í 18 tíma Bardögum í Kabúl, höfuðborg Afganistan lauk ekki fyrr en um sjöleytið á mánudagsmorgun að staðartíma. Höfðu þeir þá staðið sleitulaust í eina 18 tíma eftir að Talibanar og skæruliðar þeim hliðhollir efndu til fjölda árása í Kabúl og víðar í landinu. 16.4.2012 06:46
Nokkrir jöklar hafa stækkað í Karakorum fjöllunum Nokkrir jöklar í Karakoram fjöllunum í Asíu hafa stækkað undanfarin áratug en þetta gengur þvert á það sem gerst hefur með flesta aðra jökla heimsins sem hafa minnkað. 16.4.2012 06:44
Fjórir fluttir á slysadeild eftir árekstur Fjórir voru fluttir á slysadeild Landsspíatlans, þar af tvö börn, eftir að tveir bílar, sem komu úr gagnstæðum áttum, skullu saman á Vesturlandsvegi á móts við Saltvíkurafleggjarann um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. 16.4.2012 06:40
Fyrstu lundarnir komnir til Eyja Fyrstu lundarnir komu til Vestmannaeyja um helgina, nánast á alveg sama tíma og undanfarin ár. 16.4.2012 06:39
Réttarhöldin yfir Breivik að hefjast, gífurleg öryggisgæsla Gífurleg öryggisgæsla er við dómshúsið í Osló en þar eru réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik um það bil að hefjast. 16.4.2012 06:33
Batamerki berast nú frá byggingarfulltrúa Byggingariðnaðurinn á höfuðborgarsvæðinu virðist vera byrjaður að rétta úr kútnum ef marka má ársskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík sem sýnir þrefalda aukningu á samþykktu byggingarmagni í borginni í fyrra miðað við árið 2010. 16.4.2012 06:00
Vopnahléið að leysast upp í ófrið Vopnahlé stríðandi fylkinga í Sýrlandi leystist upp í átök í gær einungis fjórum dögum eftir að því var lýst yfir. Stjórnarherinn skaut sprengjum á íbúðahverfi í borginni Homs þar sem stjórnarandstaðan ræður ríkjum. 16.4.2012 06:00
Breivik vill flytja nýja stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik vill lesa upp nýja stefnuyfirlýsingu þegar hann mætir fyrir rétt á morgun. Odd Gron, starfsmaður hjá Lippestad, verjanda Breiviks, segir að líklegast muni dómari banna honum að lesa hana upp. 15.4.2012 22:48
Mannhaf fagnaði áætlunarflugi til Húsavíkur Um þrjúhundruð manns mættu á Húsavíkurflugvöll nú síðdegis til að fagna fyrsta áætlunarflugi þangað eftir tólf ára hlé. Núverandi og fyrrverandi ráðherrar flugmála, þeir Ögmundur Jónasson og Kristján L. Möller, voru meðal farþega í þessu flugi sem forystumenn Þingeyinga vonast til að marki tímamót en þeir mættu með blóm, sem þeir færðu Herði Guðmundssyni og hans fólki hjá Flugfélaginu Erni. 15.4.2012 18:49
Bílslys við Saltvík Tveir bílar skullu saman á Kjalarnesi, rétt við Saltvík, á áttunda tímanum í kvöld. Alls voru fjórir í bílunum, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu. Þeir munu hafa sloppið án mikilla meiðsla. Umferð var takmörkuð eftir að slysið varð en hún er nú í eðlilegu horfi. 15.4.2012 20:00
Ingibjörg var í Kabúl þegar árásirnar voru gerðar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í Kabúl í Afganistan í dag þegar Talíbanar sprengdu sprengjur á fjórum stöðum í landinu. 15.4.2012 19:03