Innlent

Ingibjörg var í Kabúl þegar árásirnar voru gerðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í Kabúl.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í Kabúl.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í Kabúl í Afganistan í dag þegar Talíbanar sprengdu sprengjur á fjórum stöðum í landinu. Ingibjörg starfar á vegum UN Women í Kabúl þessi misserin.

„Við vorum rekin niður í byrgi um kl. 2 en þá bárust fregnir af skothríð á nokkrum stöðum í borginni og m.a. við þinghúsið. Held að við höfum aldrei verið í neinni hættu en allur er varinn góður," segir Ingibjörg Sólrún á Facebooksíðu sinni. Ingibjörg segir að nokkrir starfsmenn UN Women hafi verið að störfum í bænum en allir komist í öruggt skjól.

Fréttir herma að nítján manns hafi farist í árásum Talíbana í dag. Ingibjörg segir að í hverri einustu viku séu nokkrar sjálfsmorðsárásir framkvæmdar eða stöðvaðar. Í síðustu viku hafi tveir 12 ára verið stöðvaðir en árásarmennirnir séu allt niður í 9 ára gamlir drengir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×