Erlent

Fjögurra ára gömul stúlka fékk inngöngu í Mensaklúbbinn

Heidi Hankins fjögurra ára gömul stúlka frá Hampshire í Englandi hefur fengið aðild að Mensaklúbbnum en allir meðlimir klúbbsins verða að vera með greindarvísitölu sem er yfir 150 stig.

Greindarvísitala Heidi mælist 159 stig sem er aðeins einu stigi minni en greindarvísitala þeirra Albert Einstein og Stephen Hawking.

Heidi kenndi sjálfri sér að lesa og þegar hún var tveggja ára gömul gat hún talið upp að 40.

Heidi er þó ekki yngsta barnið sem komist hefur í Mensaklúbbinn. Þann heiður á Oscar Wrigley frá Reading sem var aðeins tveggja og hálfsárs þegar hann fékk inngöngu árið 2009 en greinarvísitala hans mælist 160 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×