Mannhaf fagnaði áætlunarflugi til Húsavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2012 18:49 Um þrjúhundruð manns mættu á Húsavíkurflugvöll nú síðdegis til að fagna fyrsta áætlunarflugi þangað eftir tólf ára hlé. Núverandi og fyrrverandi ráðherrar flugmála, þeir Ögmundur Jónasson og Kristján L. Möller voru meðal farþega í þessu flugi sem forystumenn Þingeyinga vonast til að marki tímamót en þeir mættu með blóm, sem þeir færðu Herði Guðmundssyni og hans fólki hjá Flugfélaginu Erni. Mannfjöldinn á flugvellinum, um 300 manns, kom flestum í opna skjöldu, þar á meðal Herði, eins og hann lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 19 sæta skrúfuþota Ernis er aðeins 45 mínútur að skjótast milli Reykjavíkur og Húsavíkur þannig að Þingeyingar sjá fram á umtalsverða styttingu ferðatíma með beinu flugi í stað þess að fara um Akureyrarflugvöll, auk þess að losna við að aka um viðsjárverðan fjallveg um Víkurskarð, en Gunnlaugur Stefánsosn, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, þakkaði Flugfélaginu Erni sérstaklega fyrir þessar samgöngubætur. Vegleg flugstöð er á Aðaldalsflugvelli og hún kom sér vel til að hýsa mannhafið á gleðistund undir ræðuhöldum og veisluföngum. Flugáætlun gerir ráð fyrir að flogið sé fjóra daga vikunnar, alls sjö ferðir, fram á haust en viðtökur eru slíkar að farið er að ræða um fjölga ferðum og fljúga jafnvel allt árið. Hörður Guðmundsson tekur þó fram að þetta sé tilraun og ef almenningur og fyrirtæki nýti ekki flugið þá gangi það ekki upp. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Um þrjúhundruð manns mættu á Húsavíkurflugvöll nú síðdegis til að fagna fyrsta áætlunarflugi þangað eftir tólf ára hlé. Núverandi og fyrrverandi ráðherrar flugmála, þeir Ögmundur Jónasson og Kristján L. Möller voru meðal farþega í þessu flugi sem forystumenn Þingeyinga vonast til að marki tímamót en þeir mættu með blóm, sem þeir færðu Herði Guðmundssyni og hans fólki hjá Flugfélaginu Erni. Mannfjöldinn á flugvellinum, um 300 manns, kom flestum í opna skjöldu, þar á meðal Herði, eins og hann lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 19 sæta skrúfuþota Ernis er aðeins 45 mínútur að skjótast milli Reykjavíkur og Húsavíkur þannig að Þingeyingar sjá fram á umtalsverða styttingu ferðatíma með beinu flugi í stað þess að fara um Akureyrarflugvöll, auk þess að losna við að aka um viðsjárverðan fjallveg um Víkurskarð, en Gunnlaugur Stefánsosn, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, þakkaði Flugfélaginu Erni sérstaklega fyrir þessar samgöngubætur. Vegleg flugstöð er á Aðaldalsflugvelli og hún kom sér vel til að hýsa mannhafið á gleðistund undir ræðuhöldum og veisluföngum. Flugáætlun gerir ráð fyrir að flogið sé fjóra daga vikunnar, alls sjö ferðir, fram á haust en viðtökur eru slíkar að farið er að ræða um fjölga ferðum og fljúga jafnvel allt árið. Hörður Guðmundsson tekur þó fram að þetta sé tilraun og ef almenningur og fyrirtæki nýti ekki flugið þá gangi það ekki upp.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira