Innlent

Meðlimum Þjóðkirkunnar fækkar um 315 það sem af er ári

Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkaði um 315 manns á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Á móti fjölgaði þeim sem voru nýskráðir utan trúfélaga um 168 manns.

Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár Íslands um breytingar á trúfélagsaðild sem skráðar hafa verið frá áramótum og fram til loka marsmánaðar.

Fram kemur að meðlimum fríkirkja fækkaði um 89 og í öðrum trúfélögum fækkaði meðlimum um 58 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×