Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra 16. apríl 2012 09:00 Mynd/AFP Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv
Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira