Innlent

Konan sem lenti í köfunarslysinu við góða heilsu

Kafað í Silfru.
Kafað í Silfru.
Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum í síðustu viku, er nú við góða heilsu samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Konan, sem er kanadísk, fipaðist við köfun og sökk til botns í gjánni, og endaði á um 14 metra dýpi.

Menn sem voru nálægt björguðu konunni upp úr vatninu en þá var hún með skerta meðvitund. Til allra lukku var læknir á staðnum sem veitti henni fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningsmenn komu á vettvang. Konan var svo flutt með þyrlu á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Þar fékk hún góða lækningu og er, eins og fyrr segir, við góða heilsu. Rannsókn lögreglu beinist að því hvort hafi verið farið eftir settum lögum og reglum. Á þessu stigi er ekkert sem bendir til annars en svo hafi verið. Köfunarbúnaður er til skoðunar hjá sérfræðingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×