Innlent

Þjófóttar konur tóku börnin með í leiðangur

Þrjár konur voru handteknar skömmu eftir hádegi á föstudag vegna gruns um þjófnað í versluninni Ozone við Austurveg á Selfossi. Konurnar höfðu verið á ferð í versluninni daginn áður og þá stolið fatnaði fyrir á annaðhundrað þúsund krónur að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

Með konunum voru tvö ung börn. Í bifreið sem konurnar óku á fannst hluti af fatnaði sem tilheyrði versluninni og einnig fannst fatnaður á heimilum kvennanna á höfuðborgarsvæðinu. Ein kvennanna játaði brotið en hinar neituðu sök. Konurnar eru á aldrinum 46, 19 og 17 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×