Innlent

Fjórir fluttir á slysadeild eftir árekstur

Fjórir voru fluttir á slysadeild Landsspíatlans, þar af tvö börn, eftir að tveir bílar, sem komu úr gagnstæðum áttum, skullu saman á Vesturlandsvegi á móts við Saltvíkurafleggjarann um kvöldmatarleitið í gærkvöldi.

Annar bíllinn hafnaði ofan í skurði og þurfti að beita klippum til að ná ökumanni hans út. Engin slasaðist þó alvarlega, eftir því sem best er vitað.

Miklar umferðartafir urðu á leiðinni á meðan lögreglumenn og björgunarmenn voru að athafna sig á vettvangi. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×